Barist gegn konum?

Bóluefni og kynjapólítík. Ekki alveg það sem margur myndi tengja saman. En allt í einu er komið bóluefni sem hið gamla góða karlaveldi berst gegn, að vísu í Bandaríkjunum en það verður áhugavert að sjá hvernig þetta verður tæklað í Evrópu.

Ástæða þess, að barist er gegn þessu bóluefni í Bandaríkjunum, er sú að til þess að gulltryggja virkni bóluefnisins þá þarf helst að bólusetja áður en stúlkan byrjar að stunda kynlíf. Enda er þetta bólusetning gegn ákveðnum stofnum kynsjúkdóms. Það fer þó nokkuð fyrir brjóstið á samtökum sem tala fyrir hönd íhaldssamra foreldra í USA.

Síðan má ekki gleyma því að sumir af þessum hópum telja líklegra að stelpur stundi meira kynlíf ef þær fá þetta bóluefni sem er náttúrulega hrein illska í huga þeirra :P. Auðvitað er litið framhjá því að það eru tveir aðilar í hjónabandi, þannig að hinn aðilinn, hvort sem það er karl eða kona, gæti smitað manneskju sem lifði skírlífi fram að hjónabandi og héldi aldrei framhjá.

Þetta er náttúrulega ekki einfalt mál og ég er örugglega að ofeinfalda málið, svo kynnið ykkur þetta frekar. T.d. hjá Scientific Activist
mbl.is Bóluefni gegn leghálskrabbameini fær samþykki Evrópsku lyfjastofnunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Já einmitt ... þetta er alveg eins og baráttan gegn getnaðarvörnum; "Ef krakkarnir hafa greiðan aðgang að getnaðarvörnum eru þau líklegri til að stunda kynlíf en ella."

Svona hugsanaháttur, að besta leiðin til að breyta hegðun sem manni sjálfum finnst óæskileg sé að gera fólki sem hefur áhuga á henni erfitt fyrir að stunda hana hættulaust, er algjörlega ógeðfelldur. Má vera að þú sért að ofeinfalda þetta tiltekna mál, en þessi viðhorf eru engu að síður algeng meðal þeirra sem telja að þeirra púritanaháttur eigi að fá að stjórna samfélaginu.

Þarfagreinir, 20.7.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Fræðingur

Það má reyndar ekki gleyma því að ef það kæmi allt í einu lækning eða bóluefni við HIV, þá yrði einhverjir á móti því á sömu forsendum.

Það er hinsvegar mjög líklega rétt að kynhegðun fólks gæti breyst til mun við þá uppgötvun.

Fræðingur, 22.7.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband