Merkileg vinnubrögð hjá Morgunblaðinu eða Vísi

Það er stórmerkilegt að sjá að á visir.is er að finna nær alveg samhljómandi frétt um sama efni, nema hvað að hún virðist vera aðeins eldri og með vitlausum klukktímafjölda:
Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Stelpurnar sem heita Dagmar Rós Ríkarðsdóttir, Borghildur Sigurmundardóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru eins og gefur að skilja miklir Harry Potter aðdáendur og ætla að bíða fyrir utan búðina í 23 klukkutíma. Þær eru vel búnar svefnpokum og nesti. Dagmar Rós segir þær stöllur vera "nörda Íslands" og að þær vilji verða þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta eintakið af bókinni í hendur. Stelpurnar taka enga áhættu og eiga þær von á því að fleiri muni bætast í röðina í fyrramálið.


Svo ég spyr, hvor miðillinn er að svindla?
mbl.is Sofið fyrir utan Nexus í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband