Rótin að öllum nöfnum

Af hverju eru tæknifréttir oft svona efnislitlar? Hérna er nefnilega sagt að það hafi verið ráðist á innviði netsins en ekkert meir. Hið raunverulega í stöðunni er það að 3 af 13 rótarnafnaþjónum netsins duttu út. En hvað hefði gerst ef allir 13 hefðu dottið út?

Eitt er víst, netið hefði ekki dottið út, hinsvegar þá hefði það orðið ónothæft fyrir flesta notendur þess. En hvað gera nafnaþjónar. Þeir breyta nöfnum í heimilisföng. Þetta er eins það að mbl.is hefur internet-heimilisfangið 193.4.96.21. Þið getið prófað að slá inn þessarri tölu í staðinn fyrir mbl.is í vafranum. En rótarnafnaþjónar eru nafnaþjónar fyrir nafnaþjónana, því ef nafnaþjónn veit ekkert hvað hann á að leita að upplýsingum um lén þá spyr hann rótina.

En allaveganna hérna er frétt um þetta frá AP sem er umtalsvert skárri. En maður verður allaveganna að vona að þessir netþjónar riði ekki til falls þótt moggabloggið megi nú alveg gera það.
mbl.is Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur D. Haraldsson

Já, ég skil ekki af hverju fréttirnar eru svona efnislitlar. Er lítill áhugi á að skrifa fréttir um þetta viðfangsefni? Þykir þetta etv. ekki merkilegt? Þetta er temmilega mikilvægt, með tilliti til þess hvað þessir þjónar eru mikilvægir.

Að lokum má geta þess að einn þessara 13 þjóna er staddur á íslandi, í Reykjavík.

Guðmundur D. Haraldsson, 8.2.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Fræðingur

Ætli það sé ekki bara blanda af áhuga- og metnaðarleysi á þessu sviði.

Hei, ég vissi það ekki. Það er gaman að því.

Fræðingur, 8.2.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband