Hjörtun í Tsjernóbýl

Ég horfi á HBO heimildarmyndina Chernobyl Heart. Þetta var það átakanleg heimildarmynd að jafnvel steinhjarta mitt brast. Verst að þetta er ekkert nema áróðursmynd til styrktar einum samtökum. Sem betur fer hélt hugsunin velli í tilfinningaflóðinu sem kom við áhorf þessarar myndar.

Það var nefnilega fremur mikið af rangfærslum og útúrsnúningum í þessarri mynd. Ein villa sem ég tók eftir snemma var fullyrðingin að líkaminn ruglaðist á kalki og hinu geislavirka sesíum. Það er einfaldlega ekki rétt, sú samsæta sem líkaminn myndi ruglast fyrir kalki væri strontíum og líkaminn tekur inn sesíum þá er það venjulega í stað kalíum.

Á einum stað var fullyrt að 13þús af 600þús (sem áttu allir að hafa fengið risaskammt af geislun) liquidators sem stunduð hjálparstarf á svæðinu væru dauðir. Þetta er byggt á tölum frá Chernobyl Forum sem áætlar að 5% af þessum 0.4% gæti verið tengt geislun. Þrátt fyrir að það sé mikill fjöld mannslífa, þá er það ekki þessi dökka dökka mynd sem dregin er upp af framleiðundum myndarinnar.

Síðan var gert ráð fyrir að öll geislun sé slæm. Þetta er hið svokallaða linear no-threshold model þar sem gert er ráð fyrir að öll geislun sé slæm. Það hefur ekki ennþá verið klárað að komast að því hvort að svo sé raunin, það eru meira að segja gögn sem benda til þess að viss geislun geti verið góð því þá séu hin og þessi viðgerðarkerfi virkari í líkamanum og þá eigi krabbamein erfiðara með að komast af stað.

Ungbarnadauði í Hvíta-Rússlandi er þrefaldur miðað við V-Evrópu skv. myndinni. Þetta er sett fram eins og það sé geisluninni að kenna. Verst að þannig gleymist að benda á það að heilbrigðiskerfið er í molum svo það kemur mér meira að segja á óvart að hann sé bara þrefalt meiri en í V-Evrópu, þeas því landssvæði sem hefur gott heilbrigðiskerfi fyrir alla.

Síðan eru fæðingargallarnir sem hafa víst aukist um 250%, þar sem að önnur svæði sem hafa ekki orðið fyrir geislamengun hafa sýnt sömu fjölgun í fæðingargöllum þá er þetta bara aukning í bókhaldinu, en ekki raunaukning. Því núna er náttúrulega ekki þrýstingur frá sovéskum yfirvöldum um að allt eigi að vera fullkomið.

Síðan er náttúrulega hjartagallinn sem myndin er víst skírð eftir, þegar leitað er eftir heimildum frá hlutlausum aðilum um tilvist hans og tengsl við geislunina á svæðinu þá finnst ekkert.

Þessi heimildamynd gerir engum gagn. Það að fara og bera hálfsannleika og lyga um heimsbyggðina er ekki gott. Þetta er nógu slæmt mál án þess að þurfa að ýkja. Ef þið viljið sjá hlutlausari heimildamynd um kjarnorkumál, þá er Nuclear Nightmares í Horizon seríu BBC mjög góð.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband