Sjónarhorn efasemdamannsins

Andstæða steingeitarinnar er krabbinn. Svo ef eitthvað lægi á bakvið stjörnuspeki, þá ætti ökumenn sem fæddir eru í krabbanum að vera öruggari ökumenn heldur en steingeitur. En það er ekkert minnst á að einhver hópur sé betri en restin. Þannig að þetta hljómar ósköp mikið eins og tölfræðigaldrar.

En ef við leikum okkur að reyna að finna orsök fyrir fylgninni. Þau sem fæðast inn í þetta stjörnumerki, eru fædd frá 21. des. til 20. jan. Á þessu tímabili er sól stutt á lofti og einnig eru akstursskilyrði slæm. Þannig að á þessum tíma eru kjöraðstæður fyrir nýja ökumenn til þess að fara sér að voða. Það væri náttúrulega sniðugt að skoða þetta þá í Ástralíu þar sem þessi vandi ætti ekki að koma upp.

En síðan verður maður að spyrja sig, af hverju endilega 21. des til 20. jan, af hverju ekki 20. des til 19. jan? Gæti ekki verið aðeins hærri slysatíðni hjá þeim hópi? Mér dettur nefnilega í hug að það hafi ekki verið prófuð nein önnur tímabil heldur en akkúrat stjörnumerkin, þar sem það virðist vera forsenda hjá þeim sem gerðu rannsóknina að þessi tíma bil séu spes.

Ég mæli allaveganna með aðeins gagnrýnni umfjöllun um stjörnuspeki heldur en kemur fram í Morgunblaðinu. Það er líka spurning hvort einhver hagsmunaárekstur sé hjá Mbl.
mbl.is Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Sko, ég þekki krabba og hann er hrikalegur bílstjóri

Kolgrima, 23.7.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: LegoPanda

Þegar ég les svona greinar geri ég það alltaf með glott á vör, handviss um að blaðamennirnir skrifi þetta í gamansemi, og líti á þetta sem skondna tilviljun frekar en eitthvað sem ber gefur gamalli hjátrú sannleiksgildi.

En hvort sem þeir gera það eður ei, þá er líklega slatti af fólki á Íslandi sem trúa þessu.

LegoPanda, 23.7.2007 kl. 22:59

3 identicon

Ég trúi ekki á stjörnuspeki, enda er ég steingeit og steingeitur eru efasemdamenn - Arthur C. Clarke

ork (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hei, það þarf ekki að taka allt sem maður les í blöðunum eða sér í sjónvarpinu bókstaflega...bara punktur.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.8.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband