31.1.2007 | 01:05
Tala fréttamenn ekki saman ?
Á bls. 6 í aukablaðinu um heilsu í fréttablaðinu í dag(pdf) er að finna stutta frétt um það að töfrakúrar virka ekki. Það sem fréttin segir í stuttu máli er, ef þú vilt grenna þig, þá geturðu minnkað hversu mikið af hitaeiningum þú innbyrðir eða aukið hve mikið þú brennir. Á sömu opnu er þykjustu-næringarfræðingurinn (ekki með próf í því, heldur í næringarþerapíu, sem er gervivísindagrein) Þorbjörg Hafsteinsdóttir að tala um sykurpúka og fitupúka og nauðsyn þess að sleppa sykrinum úr mataræðinu.
Ég hlýt að vera eitthvað undarlegur, mér finnst mikið ósamræmi milli fréttarinnar og auglýsinga-viðtalsins þar sem er komið með enn eina patent-lausn. Margir myndu án efa hlæja mikið ef það ein frétt þar sem fullyrt væri að evran væri orsök verðbólgunnar á Íslandi (kæmi náttúrulega frá einhverjum sem kynni ekkert í hagfræði) og síðan kæmi önnur frétt frá helstu sérfræðingum heims um gjaldeyrismál sem segði að þetta væri sjálfsskapavíti Íslands.
Ég fór og elti upp skólann sem hún Þorbjörg var í, Institut for Optimal Næring, það er nokkuð ljóst að námið er ekki byggt á vísindum þegar smáskammtalækningum er gert hátt undir höfði (hérna er rosalega góð grein sem rífur þá hjáfræði í tætlur).
Og að lokum legg ég til að moggabloggarar sameinist í bölbænum gegn moggablogginu. Af hverju? Þið verðið að svara því sjálf.
Ég hlýt að vera eitthvað undarlegur, mér finnst mikið ósamræmi milli fréttarinnar og auglýsinga-viðtalsins þar sem er komið með enn eina patent-lausn. Margir myndu án efa hlæja mikið ef það ein frétt þar sem fullyrt væri að evran væri orsök verðbólgunnar á Íslandi (kæmi náttúrulega frá einhverjum sem kynni ekkert í hagfræði) og síðan kæmi önnur frétt frá helstu sérfræðingum heims um gjaldeyrismál sem segði að þetta væri sjálfsskapavíti Íslands.
Ég fór og elti upp skólann sem hún Þorbjörg var í, Institut for Optimal Næring, það er nokkuð ljóst að námið er ekki byggt á vísindum þegar smáskammtalækningum er gert hátt undir höfði (hérna er rosalega góð grein sem rífur þá hjáfræði í tætlur).
Og að lokum legg ég til að moggabloggarar sameinist í bölbænum gegn moggablogginu. Af hverju? Þið verðið að svara því sjálf.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2007 | 02:28
Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús, 2. hluti
Þá er komið að meira umfjöllun um skemmtiritið frá Heilsuhúsinu. Þarna er klassískt dæmi um hvernig stokkið er til eftir að tilraunir byrja að lofa góðu. Rannsóknirnar á Kan Jang lofa enn svo komið er góð þó þær séu greinilega ennþá stutt komnar. Það væri líka sniðugt að leyfa vísindunum að klára frumrannsóknirnar áður en sölumennskan byrjar. En það sem er verst í þeirri grein er Það er hálfvitaskapur að koma með svona fullyrðingar. Argumentum ad populum er ótrúlega vond rökvilla í þessum málum því staðreyndin er sú að það sem er vinsælt þarf ekkert endilega að virka.
Því næst eru vörurnar frá Spunk Jansen sem heita Feminine og Masculine. Þar er notuð planta sem hefur verið notuð, að þeirra sögn, í árþúsundir (nota sem betur fer ekki orðið þúsöld) til þess að meðhöndla vanda í ástalífinu. Þetta er náttúrulega mjög gott dæmi um hefðarrökvillu. Það að hlutur hafi verið lengi notaður táknar ekki að hann virkar, bara það að hann er ekki svo líklegur til þess drepa fólk.
Síðan er nokkuð ljóst að þetta fyrirtæki er ekki heiðarlegt. Það notar nefnilega alræmda brellu úr snyrtivöruiðnaðinum. Tilraunin sem notuð er til þess að sýna fram á að þetta virkar er með mjög litlum hóp einstaklinga (feminine 60 og masculine 85) og hún er ekki tvíblind. Þetta táknar það að ef þú færð lélega niðurstöður, þá er ódýrt að endurtaka niðurstöðurnar og vonast eftir betri útreið. Síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er verið að gefa fólki lyf og það er mjög líklegt að confirmation bias og lyfleysuáhrif muni spila sterkt inn í niðurstöður.
Á blaðsíðu þrjú kemur inn ein af bjánalegustu goðsögnum heilsuheimsins, afeitrunin. Auðvitað eru allir hlutir til sölu hjá Heilsuhúsinu. Það er týpískt að sjá það að fólk á að vera fullt af eiturefnum þegar raunin er sú að nýru og lifur höndla þessa hluti alveg. Hérna er eilítil meiri umfjöllun. Það er líka mjög fyndið að sjá hvaða hlutir eiga að vera þess valdandi að þú ættir að fara í hreinsikúr, listinn gildir um vænan hluta af öllu nútíma líferni. Það mætti halda að þetta fólk væri á móti öllu nútíma þjóðfélagi.
Síðan kemur auglýsing frá Puritan's pride, sem er allsérstakt nafn. Í ljósi þess að þetta fyrirtæki selur hómópatískar vörur, þá ætti maður ekki að þurfa að benda neitt meira. Þó hefur fyrirtækið rænu á einu. En það er skilmálinn: Þetta táknar það að fullyrðingarnar sem Heilsubúðin kemur með eru ósköp hæpnar, þar sem vænn hluti af öllum fullyrðingum þeirra er að byggður á fullyrðingum sem framleiðandinn vill ekki taka ábyrgð á.
Það er með ólíkindum hvað heilsuiðnaðurinn virðist vera óheiðarlegur, kannski ætti að drekkja honum í feitibaði með moggablogginu.
Vinsælir fjölmiðlar létu í veðri vaka að Kan Jang væri nýjasta heilsufarsuppgötvunin og líklega mun öflugri en nokkur önnur jurtablanda í baráttunni gegn hita og flensueinkennum.
Því næst eru vörurnar frá Spunk Jansen sem heita Feminine og Masculine. Þar er notuð planta sem hefur verið notuð, að þeirra sögn, í árþúsundir (nota sem betur fer ekki orðið þúsöld) til þess að meðhöndla vanda í ástalífinu. Þetta er náttúrulega mjög gott dæmi um hefðarrökvillu. Það að hlutur hafi verið lengi notaður táknar ekki að hann virkar, bara það að hann er ekki svo líklegur til þess drepa fólk.
Síðan er nokkuð ljóst að þetta fyrirtæki er ekki heiðarlegt. Það notar nefnilega alræmda brellu úr snyrtivöruiðnaðinum. Tilraunin sem notuð er til þess að sýna fram á að þetta virkar er með mjög litlum hóp einstaklinga (feminine 60 og masculine 85) og hún er ekki tvíblind. Þetta táknar það að ef þú færð lélega niðurstöður, þá er ódýrt að endurtaka niðurstöðurnar og vonast eftir betri útreið. Síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er verið að gefa fólki lyf og það er mjög líklegt að confirmation bias og lyfleysuáhrif muni spila sterkt inn í niðurstöður.
Á blaðsíðu þrjú kemur inn ein af bjánalegustu goðsögnum heilsuheimsins, afeitrunin. Auðvitað eru allir hlutir til sölu hjá Heilsuhúsinu. Það er týpískt að sjá það að fólk á að vera fullt af eiturefnum þegar raunin er sú að nýru og lifur höndla þessa hluti alveg. Hérna er eilítil meiri umfjöllun. Það er líka mjög fyndið að sjá hvaða hlutir eiga að vera þess valdandi að þú ættir að fara í hreinsikúr, listinn gildir um vænan hluta af öllu nútíma líferni. Það mætti halda að þetta fólk væri á móti öllu nútíma þjóðfélagi.
Síðan kemur auglýsing frá Puritan's pride, sem er allsérstakt nafn. Í ljósi þess að þetta fyrirtæki selur hómópatískar vörur, þá ætti maður ekki að þurfa að benda neitt meira. Þó hefur fyrirtækið rænu á einu. En það er skilmálinn:
This statement has not been evaluated by the Food and Drug Administration. This product is not intended to diagnose, treat, cure or prevent any disease.
Það er með ólíkindum hvað heilsuiðnaðurinn virðist vera óheiðarlegur, kannski ætti að drekkja honum í feitibaði með moggablogginu.
29.1.2007 | 18:20
Er Ingibjörg Sólrún á móti Samfylkingunni?
Miðað við ræðu hennar þá mætti halda það. Ætli þetta sé tvífari framleiddur fyrir Sjálfstæðiflokkinn og/eða Vinstri-Græn og Ingibjörg sé kefluð í kjallara Valhallar? ;)
Ég efast reyndar um það, hún er kannski bara dugleg við að koma fram með ræður sem er hægt að rangtúlka skemmtilega.
Ég efast reyndar um það, hún er kannski bara dugleg við að koma fram með ræður sem er hægt að rangtúlka skemmtilega.
29.1.2007 | 17:23
Þróunarvinna guðfræðinga
Guðfræðingar Íslands voru mjög duglegir í fyrra í rannsóknum á kristnidóminum. Afraksturinn er náttúrulega Ágústínusarverðlaunin. Þarna eru 10 mestu gullmolar íslenskrar guðfræði árið 2006.
27.1.2007 | 00:22
Ánægja með Kastljósið
Mér kom mjög á óvart umfjöllunin um fótabaðið í fimmtudags-Kastljósinu. Þetta var fremur gagnrýnin umfjöllun, þó kannski jafn hörð og ég hefði reynt að hafa, en mjög góð samt. Ragnhildur stóð sig mjög vel og var ákveðin en kurteis í spurningum sínum.
Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.
P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.
Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.
P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 11:25
Hið illa aspartam
Ég vildi bara auglýsa greinina mína um hversu vont aspartam er ekki.
Og megi Moggabloggið sökkva í gervisætuflóði.
Og megi Moggabloggið sökkva í gervisætuflóði.
25.1.2007 | 02:12
Gróðurhúsaáhrif, en það er svo kalt!
Ég hef oft rekist á þessa fullyrðingu. Það er að segja, margur segir að þar sem það er svo kalt þá eru ekki gróðurhúsaáhrif. Þetta er pínu misskilningur.
Það sem gróðurhúsaáhrifin valda því að það er meiri orka í öllum veðurkerfum heimsins. Þetta táknar að það er meiri kraftur í öllu, lægðir komast neðar, hæðir komast ofar. Þetta táknar að það getur orðið kaldara og það getur orðið heitara. Þetta er eins að þú sért að róla og allt í einu gefur allt þitt í það að komast hærra öðru megin en þú ferð líka hátt hinu megin.
Síðan verður áhugavert að sjá hvort að El Nino muni spila eitthvað inn í gróðurhúsaáhrifin.
Það sem gróðurhúsaáhrifin valda því að það er meiri orka í öllum veðurkerfum heimsins. Þetta táknar að það er meiri kraftur í öllu, lægðir komast neðar, hæðir komast ofar. Þetta táknar að það getur orðið kaldara og það getur orðið heitara. Þetta er eins að þú sért að róla og allt í einu gefur allt þitt í það að komast hærra öðru megin en þú ferð líka hátt hinu megin.
Síðan verður áhugavert að sjá hvort að El Nino muni spila eitthvað inn í gróðurhúsaáhrifin.
22.1.2007 | 03:45
Óvenjuleg gagnrýni
Hérna er dæmi um óvenjulega gagnrýni á miðla í fréttum. Hvað er óvenjulegt við þetta ? Einfalt, þarna er gagnrýni ekki bara já og amen kór fréttamanna sem lepur upp allt sem heilagan sannleik.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 23:07
Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús
Ég fékk heim til mín í síðastliðinni viku Heilsufréttir frá Heilsuhúsinu. Litlu munaði að ég hefði fleygt blaðinu út en ég fór allt í einu að hugsa: "Þetta er blað um heilsu og heilsufólkið er venjulega algerlega laust við raunveruleikann." Blaðið hlýtur því að vera skemmtilegt. Það reyndist vera rétt hjá mér.
Þetta blað er fullt af allskonar KJAFTÆÐI !
Á fyrstu opnunni er frétt um að það sé búið að banna herta fitu í New York. Þessi frétt er ósköp vitlaus því það er ekki búið að banna herta fitu, það er hinsvegar búið að takmarka mjög trans-fitusýrur í matvælum. Þessar fitusýrur verða venjulega til við vetnun (e. hydrogenation eða herðing) á ómettuðum fitusýrum. Þetta er skiljanlegur misskilningur en samt ekki rétt farið með staðreyndir. Til þess að mega selja matvæli þarna eftir 1. júlí 2008, þá má ekki vera af trans-fitusýrum en 0.5 grömm í skammti.
Síðan sá ég grein (J Agric Food Chem. 2005 Jul 27;53(15):5982-4.), þar sem er fullyrt í abstract-inum að það sé nokkurn veginn búið að negla niður herðingar-ferli sem býr mjög lítið af þessum trans-fitusýrum. Þá væri komin leið til þess að búa til herta fitu sem væri löglegt að selja í New York.
Og svona að lokum þá er eitt annað, fullhert fita er algerleg lögleg því hún inniheldur 0 grömm af trans-fitusýrum og 0 grömm af cís-fitusýrum.
Síðan er einhver morgunverðaruppskrift, lítur ekki illa út en eins og fylgir uppskriftum í auglýsingabæklingum þá er hún soldið mikið miðuð við vörurnar til sölu og ég er ekki tilbúinn að kaupa vörur frá sölumanninum Udo Erasmus
Síðan er komið með sterka fullyrðingu um tengsl milli lungna og D-vítamíns. Hið rétta er að það fannst fylgni í gögnum frá CDC í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að fullyrða eitt né neitt um þessar niðurstöður þeirra því að þetta er svokallað data dredge þar sem leitað er að tengslum í stórum gagnasöfnum. Það táknar að þú gætir fundið tengsl þar sem engin eru þar sem það er svo mikið af gögnum. En niðurstöður hjá rannsóknahóp Peter Blacks eru áhugaverðar og það eina rétta í stöðunni er að búa til tilraun þar sem þetta er prófað.
Síðan er jurtasmyrsl, Moa the green. Ég fór á heimasíðuna hjá þeim og reyndi að finna upplýsingar um þetta og fann ekkert nema það að þetta er búið til úr lífrænt ræktuðum plöntum (aðalefnið er valhumall) og sé þar af leiðandi hollt.
Vörurnar frá Organic Days sem hafa vottun frá Soil Association um að þetta sé lífrænt ræktað. Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem staðfestir að þeir noti ekkert skordýraeitur. Í heilsublaðinu er fullyrt að svo sé en það er samt ekki hluti af staðlinum fyrir lífræna ræktun. Ég ætla samt ekki að taka fyrir lífræna ræktun að svo stöddu.
Seinasti liður þessarar blaðsíðu er síðan vatnslosandi birkisafi. Ég fæ alltaf smá kjánahroll þegar ég les um nauðsyn þess að hreinsa út úr líkamanum, þar sem að venjulega er átt við eitthvað rugl eins og að reyna að lækna einhverfu með því að nota EDTA til þess að fjarlægja kvikasilfur (sem virkar að sjálfsögðu ekki). Hérna er hinsvegar bara komið með argumentum ad populum: "eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan"
Ég held að þetta hér sé nóg í bili, það eru samt ófáar blaðsíður eftir af þessum ákaflega sérstaka bæklingi. Og að lokum legg ég til að Moggabloggið verði lagt í eyði því það kann ekki á innslegnar íslenskar gæsalappir.
Þetta blað er fullt af allskonar KJAFTÆÐI !
Á fyrstu opnunni er frétt um að það sé búið að banna herta fitu í New York. Þessi frétt er ósköp vitlaus því það er ekki búið að banna herta fitu, það er hinsvegar búið að takmarka mjög trans-fitusýrur í matvælum. Þessar fitusýrur verða venjulega til við vetnun (e. hydrogenation eða herðing) á ómettuðum fitusýrum. Þetta er skiljanlegur misskilningur en samt ekki rétt farið með staðreyndir. Til þess að mega selja matvæli þarna eftir 1. júlí 2008, þá má ekki vera af trans-fitusýrum en 0.5 grömm í skammti.
Síðan sá ég grein (J Agric Food Chem. 2005 Jul 27;53(15):5982-4.), þar sem er fullyrt í abstract-inum að það sé nokkurn veginn búið að negla niður herðingar-ferli sem býr mjög lítið af þessum trans-fitusýrum. Þá væri komin leið til þess að búa til herta fitu sem væri löglegt að selja í New York.
Og svona að lokum þá er eitt annað, fullhert fita er algerleg lögleg því hún inniheldur 0 grömm af trans-fitusýrum og 0 grömm af cís-fitusýrum.
Síðan er einhver morgunverðaruppskrift, lítur ekki illa út en eins og fylgir uppskriftum í auglýsingabæklingum þá er hún soldið mikið miðuð við vörurnar til sölu og ég er ekki tilbúinn að kaupa vörur frá sölumanninum Udo Erasmus
Síðan er komið með sterka fullyrðingu um tengsl milli lungna og D-vítamíns. Hið rétta er að það fannst fylgni í gögnum frá CDC í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að fullyrða eitt né neitt um þessar niðurstöður þeirra því að þetta er svokallað data dredge þar sem leitað er að tengslum í stórum gagnasöfnum. Það táknar að þú gætir fundið tengsl þar sem engin eru þar sem það er svo mikið af gögnum. En niðurstöður hjá rannsóknahóp Peter Blacks eru áhugaverðar og það eina rétta í stöðunni er að búa til tilraun þar sem þetta er prófað.
Síðan er jurtasmyrsl, Moa the green. Ég fór á heimasíðuna hjá þeim og reyndi að finna upplýsingar um þetta og fann ekkert nema það að þetta er búið til úr lífrænt ræktuðum plöntum (aðalefnið er valhumall) og sé þar af leiðandi hollt.
Vörurnar frá Organic Days sem hafa vottun frá Soil Association um að þetta sé lífrænt ræktað. Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem staðfestir að þeir noti ekkert skordýraeitur. Í heilsublaðinu er fullyrt að svo sé en það er samt ekki hluti af staðlinum fyrir lífræna ræktun. Ég ætla samt ekki að taka fyrir lífræna ræktun að svo stöddu.
Seinasti liður þessarar blaðsíðu er síðan vatnslosandi birkisafi. Ég fæ alltaf smá kjánahroll þegar ég les um nauðsyn þess að hreinsa út úr líkamanum, þar sem að venjulega er átt við eitthvað rugl eins og að reyna að lækna einhverfu með því að nota EDTA til þess að fjarlægja kvikasilfur (sem virkar að sjálfsögðu ekki). Hérna er hinsvegar bara komið með argumentum ad populum: "eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan"
Ég held að þetta hér sé nóg í bili, það eru samt ófáar blaðsíður eftir af þessum ákaflega sérstaka bæklingi. Og að lokum legg ég til að Moggabloggið verði lagt í eyði því það kann ekki á innslegnar íslenskar gæsalappir.
18.1.2007 | 01:22
Hvernig verða orð til ?
Hvernig ákveður fólk að þessi hér hljóðaröð eiga að tilheyra einhverju hugtaki ? Og hvernig er ákveðið hvort orðið lifir eður ei?
Og hver ber ábyrgð á orðskrípinu þúsöld ? Þetta er hugsanlega ljótasta orð tungunnar þökk sé merkingu þess. Það þýðir árþúsund en miðað hvernig íslenskan er uppbygð þá held ég að það fari ekki á milli mála að ef maður vissi ekki að þetta ætti að vera undantekning frá samsettum orðum eins og aldamót þá myndi ég halda að þetta þýddi þúsund aldir eða hundrað þúsund ár. Ég legg til að hver sá sem saurgar málið með þessu orðskrípi verði látinn telja upp að googol
Og hver ber ábyrgð á orðskrípinu þúsöld ? Þetta er hugsanlega ljótasta orð tungunnar þökk sé merkingu þess. Það þýðir árþúsund en miðað hvernig íslenskan er uppbygð þá held ég að það fari ekki á milli mála að ef maður vissi ekki að þetta ætti að vera undantekning frá samsettum orðum eins og aldamót þá myndi ég halda að þetta þýddi þúsund aldir eða hundrað þúsund ár. Ég legg til að hver sá sem saurgar málið með þessu orðskrípi verði látinn telja upp að googol
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)