27.2.2007 | 01:10
Þorir VG?
Þessi ályktun er eins og það vanti endann á henni. Samt undarlegt að flokkurinn þorir að halda úti mjög sterkri og róttækri kvenfrelsisstefnu en þorir ekki í næsta jafnréttismál.
Lag færslunnar: Grace Kelly með Mika, þetta er óhóflega kátt lag og fínt til þess að hressa upp á lífið og tilveruna, þótt stutt sé. Og ég verð að viðurkenna að söngurinn minnir mig þó nokkuð á Freddie Mercury (ég er nota bene ekki frumlegur í þessarri samlíkingu).
Lag færslunnar: Grace Kelly með Mika, þetta er óhóflega kátt lag og fínt til þess að hressa upp á lífið og tilveruna, þótt stutt sé. Og ég verð að viðurkenna að söngurinn minnir mig þó nokkuð á Freddie Mercury (ég er nota bene ekki frumlegur í þessarri samlíkingu).
22.2.2007 | 02:29
Mogganum núið um nasir
Hérna má lesa smá skemmtisögu um moggann og baráttu hans við hið alræmda Alnet.
Og af þessu tilefni: Megi Moggabloggið vera afhausað af mogga-frisbídisk
Og af þessu tilefni: Megi Moggabloggið vera afhausað af mogga-frisbídisk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 01:23
Ný innbrotstækni í heimabanka.
Hérna er ný aðferð til þess að brjótast inn á heimabanka hjá fólki. Meira að segja nokkuð frumleg man-in-the-middle árás.
Þar sem gert er, er það að þú ferð inn á einhverja vonda síðu, síðan brýst síðan vefsíðan inn á routerinn þinn, ef þú hefur ekki breytt lykilorðinu, og stillir hann þannig að þú ferð ekki inn á síðuna hjá bankanum þínum heldur afrit af henni. Af vísu vantar þó nokkuð af upplýsingum um tæknilegu hlið þessarar árásar en þetta er áhugaverð hugmynd.
Spurning hvort að maður kæmist ekki í gegnum auðkennislykladóteríið ef þetta sé sett alveg rétt upp fyrir Íslandsmarkað.
Þar sem gert er, er það að þú ferð inn á einhverja vonda síðu, síðan brýst síðan vefsíðan inn á routerinn þinn, ef þú hefur ekki breytt lykilorðinu, og stillir hann þannig að þú ferð ekki inn á síðuna hjá bankanum þínum heldur afrit af henni. Af vísu vantar þó nokkuð af upplýsingum um tæknilegu hlið þessarar árásar en þetta er áhugaverð hugmynd.
Spurning hvort að maður kæmist ekki í gegnum auðkennislykladóteríið ef þetta sé sett alveg rétt upp fyrir Íslandsmarkað.
21.2.2007 | 18:07
Hverjum að kenna?
Maður spyr sig þegar maður sér svona fréttir, er þetta einhverjum einum að kenna? Það er erfitt að segja en ef að fólk getur ekki leyst úr vanda án þess að beita valdi (rífa úr sambandi) þá eru ekki góðir hlutir í gangi.
Síðan er spurning hvort að þetta sé ekki veruleikaflótti frá vondu umhverfi. Það er eitthvað sem hver fjölskylda verður að skoða í sínum barmi. Svo sleppum því að benda á einhvern einn aðila og hjálpum frekar allri fjölskyldunni frekar heldur en að hneykslast yfir þessu.
Síðan er spurning hvort að þetta sé ekki veruleikaflótti frá vondu umhverfi. Það er eitthvað sem hver fjölskylda verður að skoða í sínum barmi. Svo sleppum því að benda á einhvern einn aðila og hjálpum frekar allri fjölskyldunni frekar heldur en að hneykslast yfir þessu.
![]() |
Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 13:08
Ekki bara lykilorð
Það sáust náttúrulega ekki bara lykilorð notenda, heldur líka kennitölur og netfang. Síðan verður fólk sem notar sama lykilorð á mörgum stöðum að breyta því á hinum stöðunum.
Síðan er fáranlegt að lykilorðið sé geymt í hráum texta fremur heldur en hakkað (hashed). Skv. Guðmundi á kerfisblogginu þá er þetta til þess að hægt sé að senda fólki lykilorð ef það gleymir því. Af hverju senda þeir ekki bara nýtt lykilorð? Það er gert þannig á flestum stöðum sérstaklega þar sem tölvupóstur er ekki örugg sendileið fyrir lykilorð.
Síðan er fáranlegt að lykilorðið sé geymt í hráum texta fremur heldur en hakkað (hashed). Skv. Guðmundi á kerfisblogginu þá er þetta til þess að hægt sé að senda fólki lykilorð ef það gleymir því. Af hverju senda þeir ekki bara nýtt lykilorð? Það er gert þannig á flestum stöðum sérstaklega þar sem tölvupóstur er ekki örugg sendileið fyrir lykilorð.
![]() |
Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 18:07
Samsæri!
Hversu langt ætli líði þar til fólk mun byrja að tala um það að niðurstöðurnar séu keyptar af lyfjaframleiðendum og þetta sé samsæri til þess að selja fólki lyfi ;)
![]() |
Lagt til að konur yfir 65 ára aldri taki aspirín gegn hjartveiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2007 | 18:05
Hvar var ...?
Hvernig stendur á því að enginn stoppaði þetta? T.d. móðirin.
![]() |
Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2007 | 13:54
Snillingar
Það er merkilegt hvað tilgangurinn helgar meðalið hjá sumum. Í stað þess að reyna fyrir sér á vettvangi stjórnmála þá er farið og gert eitthvað sem veldur því að baráttan verður ennþá erfiðari. Ég er hinsvegar að pæla, hvenær verður þetta flokkað sem hryðjuverk, því þetta er ekki langt frá því, bara minna ofbeldi.
Djöfull hefur hinsvegar óþægilegt að vera á skipinu þegar búið er að fleygja smörsýru yfir það.
Djöfull hefur hinsvegar óþægilegt að vera á skipinu þegar búið er að fleygja smörsýru yfir það.
![]() |
Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.2.2007 | 12:50
Hvað mun standa eftir?
Ætli allir kvenhaturskaflarnir verði þurrkaðir út? Ég mun samt aldrei skilja þá einstaklinga sem segjast styðja jafnrétti (feministar) og eru kristnir, því ég veit ekki um trúarbrögð sem eru karllægari en kristnin. Önnur pæling, ætli samkynhneigð verði leyfð í þessarri útgáfu af biblíunni?
![]() |
Biblía 21. aldarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2007 | 12:36
Hefðir í lækningum
Ég mæli með þessarri hér grein (eftir mig) þar sem hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar eru tæklaðar.