Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Gatasigti fyrir Internetið

Margur hefur tjáð sig um netlöggur og Steingrím J. Sigfússon síðustu daga. Hve margir ætlu séu búnir að horfa á þáttinn? Ég hef ekki ennþá nennt því, enda þykir mér Silfur Egils ekki skemmtilegur þáttur. Út af því þá fór ég og fann ég einn af fáum aðilum sem hefur lagt í það að skrifa orðrétt upp eftir þættinum. Voila

Steingrímur kemur ekki svo rosalega vel út, en ef eitthvað er þá kemur hún Steinunn Valdís ennþá verr út. En báðir aðilar líta ekki út fyrir að hafa mikla þekkingu á tölvumálum.

Lag færslunnar:: An Arrow From the Sun með þungarokkssveitinni Therion. Þetta er flott lag af Lemuria helmingi tvöföldu plötunnar, Lemuria/Sirius B. Lagið opnar fremur afslappað með sópran söngkona sem fær andsvar frá karlakór með bassagítarsplokki undir. Síðan kemur stutt interlude en eftir þann kafla þá kemur flottasti kafli lagsins, Bassi að syngja með þungarokkssveit :D

Ný innbrotstækni í heimabanka.

Hérna er ný aðferð til þess að brjótast inn á heimabanka hjá fólki. Meira að segja nokkuð frumleg man-in-the-middle árás.

Þar sem gert er, er það að þú ferð inn á einhverja vonda síðu, síðan brýst síðan vefsíðan inn á routerinn þinn, ef þú hefur ekki breytt lykilorðinu, og stillir hann þannig að þú ferð ekki inn á síðuna hjá bankanum þínum heldur afrit af henni. Af vísu vantar þó nokkuð af upplýsingum um tæknilegu hlið þessarar árásar en þetta er áhugaverð hugmynd.

Spurning hvort að maður kæmist ekki í gegnum auðkennislykladóteríið ef þetta sé sett alveg rétt upp fyrir Íslandsmarkað.

Ekki bara lykilorð

Það sáust náttúrulega ekki bara lykilorð notenda, heldur líka kennitölur og netfang. Síðan verður fólk sem notar sama lykilorð á mörgum stöðum að breyta því á hinum stöðunum.

Síðan er fáranlegt að lykilorðið sé geymt í hráum texta fremur heldur en hakkað (hashed). Skv. Guðmundi á kerfisblogginu þá er þetta til þess að hægt sé að senda fólki lykilorð ef það gleymir því. Af hverju senda þeir ekki bara nýtt lykilorð? Það er gert þannig á flestum stöðum sérstaklega þar sem tölvupóstur er ekki örugg sendileið fyrir lykilorð.
mbl.is Lykilorð sýnileg á blog.is fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rótin að öllum nöfnum

Af hverju eru tæknifréttir oft svona efnislitlar? Hérna er nefnilega sagt að það hafi verið ráðist á innviði netsins en ekkert meir. Hið raunverulega í stöðunni er það að 3 af 13 rótarnafnaþjónum netsins duttu út. En hvað hefði gerst ef allir 13 hefðu dottið út?

Eitt er víst, netið hefði ekki dottið út, hinsvegar þá hefði það orðið ónothæft fyrir flesta notendur þess. En hvað gera nafnaþjónar. Þeir breyta nöfnum í heimilisföng. Þetta er eins það að mbl.is hefur internet-heimilisfangið 193.4.96.21. Þið getið prófað að slá inn þessarri tölu í staðinn fyrir mbl.is í vafranum. En rótarnafnaþjónar eru nafnaþjónar fyrir nafnaþjónana, því ef nafnaþjónn veit ekkert hvað hann á að leita að upplýsingum um lén þá spyr hann rótina.

En allaveganna hérna er frétt um þetta frá AP sem er umtalsvert skárri. En maður verður allaveganna að vona að þessir netþjónar riði ekki til falls þótt moggabloggið megi nú alveg gera það.
mbl.is Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósvífnir dómarar

Að þessir dómarar vogi sér að banna lögreglunni í Þýskalandi að brjótast inn á tölvur hjá fólki. Þetta er reginhneyksli, ætli þeir banni þá næst lögreglunni að brjótast inn á heimili og fara í gegnum alla innanstokksmuni.

Ætli þeir muni samt ekki bara dæma moggabloggið úr leik?
mbl.is Þýskri lögreglu meinað að leita upplýsinga með hjálp tölvuveira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfralausnin

Taka netkortið úr sambandi eða fræðast nógu mikið um tölvur til þess að geta varið sig.
mbl.is Töfralausnir gegn tölvuárásum ekki fyrir hendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband