Færsluflokkur: Vefurinn

Ný innbrotstækni í heimabanka.

Hérna er ný aðferð til þess að brjótast inn á heimabanka hjá fólki. Meira að segja nokkuð frumleg man-in-the-middle árás.

Þar sem gert er, er það að þú ferð inn á einhverja vonda síðu, síðan brýst síðan vefsíðan inn á routerinn þinn, ef þú hefur ekki breytt lykilorðinu, og stillir hann þannig að þú ferð ekki inn á síðuna hjá bankanum þínum heldur afrit af henni. Af vísu vantar þó nokkuð af upplýsingum um tæknilegu hlið þessarar árásar en þetta er áhugaverð hugmynd.

Spurning hvort að maður kæmist ekki í gegnum auðkennislykladóteríið ef þetta sé sett alveg rétt upp fyrir Íslandsmarkað.

puls.is - skemmtiefni dagsins

Ég hef óvenjulegt áhugamál. Ég skoða heilsusíður mér til skemmtunar. Margir fara á þær til þess að fræðast og kynnast hinum heilaga sannleik vikunnar um heilsumál. Ég hlæ, mikið. Gott dæmi um síðu, sem er ekkert nema fyndin, er puls.is Þarna eru vörusvik eins og áruhreinsunarúði. Síðan er bækur eftir Hulda Clark sem er vel þekkt fyrir halda því fram að allar gerðir krabbameina er afleiðing af sýkingu af einni tegund af flatormi.

Síðan sá ég titil á bók sem heitir Flood Your Body With Oxygen eftir Ed McCabe. Það er stórkostlegt að einhver sé að selja þessa bók þegar líka er reynt að pranga inn á mann andoxunarefnum. Til hvers að nota andoxunarefni þegar maður er hvort sem er að fara nota mikið magn af sterkum oxara sem heitir óson ?

Síðan er verið að fá mann til þess að drekka silfur agnir en það veldur argyria þar sem húðin verður grá og þú getur fengið silfur í augun. . Síðan er fullt af einhverju rándýru tækjadrasli sem að vera svo gott fyrir mann. Þar á meðal 52þús króna tæki sem er hannað af einhverjum reikimeistari til þess að dæla í þig hinni ímynduðu alheimsorku.

En það virkilega skemmtilega kom þegar ég fór að leita upplýsingar um eigendurna, sem eru þau Lilja Petra Ásgeirsdóttir og Erlendur Magnús Magnússon. Ég komst til dæmis að því að þau eru margvíðir shamballa heilunarmeistarar. Margvíðir :D Meira af því bulli, fengið héðan
Þú munt fá 12+1 virkjanir inn á hin 12 plön raunveruleikans. Við munum einnig tengja við kosmískar og alheims ásýndir Shamballa og hinna uppljómuðu meistara og okkar sjálfra. Það mun verða virkjun á demöntum og kristöllum Melchizedeks. Vígsla inn í Melchizedek regluna. Virkjun á hinum helgu rúmfræðilegum formum og eldstöfum hinna fimm helgu tungumála í öllum líkömum þínum. Djúp hreinsun á ígræðslum og ýmsum tilvistum sem finnast í orkulíkömum þínum.

Svona bull á skilið að fá medalíu. En þá gæti maður verið að styðja við skottulækningar eins og þessi hjón stunda.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband