Færsluflokkur: Lífstíll
3.3.2007 | 21:55
Þú ert hugsanlega ...
altie. En altie er í stuttu máli, aðilar sem eru hallir undir hinar svokölluðu óhefðbundnu lækningar.
Lag færslunnar: Hurt af The Downward Spiral sem er ein af plötum Trent Reznors. Hann kallar sig að vísu Nine Inch Nails en Nine Inch Nails er Trent Reznor ;)
Lag færslunnar: Hurt af The Downward Spiral sem er ein af plötum Trent Reznors. Hann kallar sig að vísu Nine Inch Nails en Nine Inch Nails er Trent Reznor ;)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2007 | 18:07
Hverjum að kenna?
Maður spyr sig þegar maður sér svona fréttir, er þetta einhverjum einum að kenna? Það er erfitt að segja en ef að fólk getur ekki leyst úr vanda án þess að beita valdi (rífa úr sambandi) þá eru ekki góðir hlutir í gangi.
Síðan er spurning hvort að þetta sé ekki veruleikaflótti frá vondu umhverfi. Það er eitthvað sem hver fjölskylda verður að skoða í sínum barmi. Svo sleppum því að benda á einhvern einn aðila og hjálpum frekar allri fjölskyldunni frekar heldur en að hneykslast yfir þessu.
Síðan er spurning hvort að þetta sé ekki veruleikaflótti frá vondu umhverfi. Það er eitthvað sem hver fjölskylda verður að skoða í sínum barmi. Svo sleppum því að benda á einhvern einn aðila og hjálpum frekar allri fjölskyldunni frekar heldur en að hneykslast yfir þessu.
Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2007 | 02:43
Heilsufaraldurinn
Ímyndið ykkur, hvað ef heilsuboðskapurinn sem við rekumst á í fjölmiðlum á næstum því hverjum degi væri skaðlegur og í þokkabót rangur!
Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?
Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.
Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?
Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 02:28
Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús, 2. hluti
Þá er komið að meira umfjöllun um skemmtiritið frá Heilsuhúsinu. Þarna er klassískt dæmi um hvernig stokkið er til eftir að tilraunir byrja að lofa góðu. Rannsóknirnar á Kan Jang lofa enn svo komið er góð þó þær séu greinilega ennþá stutt komnar. Það væri líka sniðugt að leyfa vísindunum að klára frumrannsóknirnar áður en sölumennskan byrjar. En það sem er verst í þeirri grein er Það er hálfvitaskapur að koma með svona fullyrðingar. Argumentum ad populum er ótrúlega vond rökvilla í þessum málum því staðreyndin er sú að það sem er vinsælt þarf ekkert endilega að virka.
Því næst eru vörurnar frá Spunk Jansen sem heita Feminine og Masculine. Þar er notuð planta sem hefur verið notuð, að þeirra sögn, í árþúsundir (nota sem betur fer ekki orðið þúsöld) til þess að meðhöndla vanda í ástalífinu. Þetta er náttúrulega mjög gott dæmi um hefðarrökvillu. Það að hlutur hafi verið lengi notaður táknar ekki að hann virkar, bara það að hann er ekki svo líklegur til þess drepa fólk.
Síðan er nokkuð ljóst að þetta fyrirtæki er ekki heiðarlegt. Það notar nefnilega alræmda brellu úr snyrtivöruiðnaðinum. Tilraunin sem notuð er til þess að sýna fram á að þetta virkar er með mjög litlum hóp einstaklinga (feminine 60 og masculine 85) og hún er ekki tvíblind. Þetta táknar það að ef þú færð lélega niðurstöður, þá er ódýrt að endurtaka niðurstöðurnar og vonast eftir betri útreið. Síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er verið að gefa fólki lyf og það er mjög líklegt að confirmation bias og lyfleysuáhrif muni spila sterkt inn í niðurstöður.
Á blaðsíðu þrjú kemur inn ein af bjánalegustu goðsögnum heilsuheimsins, afeitrunin. Auðvitað eru allir hlutir til sölu hjá Heilsuhúsinu. Það er týpískt að sjá það að fólk á að vera fullt af eiturefnum þegar raunin er sú að nýru og lifur höndla þessa hluti alveg. Hérna er eilítil meiri umfjöllun. Það er líka mjög fyndið að sjá hvaða hlutir eiga að vera þess valdandi að þú ættir að fara í hreinsikúr, listinn gildir um vænan hluta af öllu nútíma líferni. Það mætti halda að þetta fólk væri á móti öllu nútíma þjóðfélagi.
Síðan kemur auglýsing frá Puritan's pride, sem er allsérstakt nafn. Í ljósi þess að þetta fyrirtæki selur hómópatískar vörur, þá ætti maður ekki að þurfa að benda neitt meira. Þó hefur fyrirtækið rænu á einu. En það er skilmálinn: Þetta táknar það að fullyrðingarnar sem Heilsubúðin kemur með eru ósköp hæpnar, þar sem vænn hluti af öllum fullyrðingum þeirra er að byggður á fullyrðingum sem framleiðandinn vill ekki taka ábyrgð á.
Það er með ólíkindum hvað heilsuiðnaðurinn virðist vera óheiðarlegur, kannski ætti að drekkja honum í feitibaði með moggablogginu.
Vinsælir fjölmiðlar létu í veðri vaka að Kan Jang væri nýjasta heilsufarsuppgötvunin og líklega mun öflugri en nokkur önnur jurtablanda í baráttunni gegn hita og flensueinkennum.
Því næst eru vörurnar frá Spunk Jansen sem heita Feminine og Masculine. Þar er notuð planta sem hefur verið notuð, að þeirra sögn, í árþúsundir (nota sem betur fer ekki orðið þúsöld) til þess að meðhöndla vanda í ástalífinu. Þetta er náttúrulega mjög gott dæmi um hefðarrökvillu. Það að hlutur hafi verið lengi notaður táknar ekki að hann virkar, bara það að hann er ekki svo líklegur til þess drepa fólk.
Síðan er nokkuð ljóst að þetta fyrirtæki er ekki heiðarlegt. Það notar nefnilega alræmda brellu úr snyrtivöruiðnaðinum. Tilraunin sem notuð er til þess að sýna fram á að þetta virkar er með mjög litlum hóp einstaklinga (feminine 60 og masculine 85) og hún er ekki tvíblind. Þetta táknar það að ef þú færð lélega niðurstöður, þá er ódýrt að endurtaka niðurstöðurnar og vonast eftir betri útreið. Síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er verið að gefa fólki lyf og það er mjög líklegt að confirmation bias og lyfleysuáhrif muni spila sterkt inn í niðurstöður.
Á blaðsíðu þrjú kemur inn ein af bjánalegustu goðsögnum heilsuheimsins, afeitrunin. Auðvitað eru allir hlutir til sölu hjá Heilsuhúsinu. Það er týpískt að sjá það að fólk á að vera fullt af eiturefnum þegar raunin er sú að nýru og lifur höndla þessa hluti alveg. Hérna er eilítil meiri umfjöllun. Það er líka mjög fyndið að sjá hvaða hlutir eiga að vera þess valdandi að þú ættir að fara í hreinsikúr, listinn gildir um vænan hluta af öllu nútíma líferni. Það mætti halda að þetta fólk væri á móti öllu nútíma þjóðfélagi.
Síðan kemur auglýsing frá Puritan's pride, sem er allsérstakt nafn. Í ljósi þess að þetta fyrirtæki selur hómópatískar vörur, þá ætti maður ekki að þurfa að benda neitt meira. Þó hefur fyrirtækið rænu á einu. En það er skilmálinn:
This statement has not been evaluated by the Food and Drug Administration. This product is not intended to diagnose, treat, cure or prevent any disease.
Það er með ólíkindum hvað heilsuiðnaðurinn virðist vera óheiðarlegur, kannski ætti að drekkja honum í feitibaði með moggablogginu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)