Færsluflokkur: Sjónvarp
27.1.2007 | 00:22
Ánægja með Kastljósið
Mér kom mjög á óvart umfjöllunin um fótabaðið í fimmtudags-Kastljósinu. Þetta var fremur gagnrýnin umfjöllun, þó kannski jafn hörð og ég hefði reynt að hafa, en mjög góð samt. Ragnhildur stóð sig mjög vel og var ákveðin en kurteis í spurningum sínum.
Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.
P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.
Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.
P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 03:45
Óvenjuleg gagnrýni
Hérna er dæmi um óvenjulega gagnrýni á miðla í fréttum. Hvað er óvenjulegt við þetta ? Einfalt, þarna er gagnrýni ekki bara já og amen kór fréttamanna sem lepur upp allt sem heilagan sannleik.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)