Tala fréttamenn ekki saman ?

Á bls. 6 í aukablaðinu um heilsu í fréttablaðinu í dag(pdf) er að finna stutta frétt um það að töfrakúrar virka ekki. Það sem fréttin segir í stuttu máli er, ef þú vilt grenna þig, þá geturðu minnkað hversu mikið af hitaeiningum þú innbyrðir eða aukið hve mikið þú brennir. Á sömu opnu er þykjustu-næringarfræðingurinn (ekki með próf í því, heldur í næringarþerapíu, sem er gervivísindagrein) Þorbjörg Hafsteinsdóttir að tala um sykurpúka og fitupúka og nauðsyn þess að sleppa sykrinum úr mataræðinu.

Ég hlýt að vera eitthvað undarlegur, mér finnst mikið ósamræmi milli fréttarinnar og auglýsinga-viðtalsins þar sem er komið með enn eina patent-lausn. Margir myndu án efa hlæja mikið ef það ein frétt þar sem fullyrt væri að evran væri orsök verðbólgunnar á Íslandi (kæmi náttúrulega frá einhverjum sem kynni ekkert í hagfræði) og síðan kæmi önnur frétt frá helstu sérfræðingum heims um gjaldeyrismál sem segði að þetta væri sjálfsskapavíti Íslands.

Ég fór og elti upp skólann sem hún Þorbjörg var í, Institut for Optimal Næring, það er nokkuð ljóst að námið er ekki byggt á vísindum þegar smáskammtalækningum er gert hátt undir höfði (hérna er rosalega góð grein sem rífur þá hjáfræði í tætlur).

Og að lokum legg ég til að moggabloggarar sameinist í bölbænum gegn moggablogginu. Af hverju? Þið verðið að svara því sjálf.

Bloggfærslur 31. janúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband