Sjónarhorn efasemdamannsins

Andstæða steingeitarinnar er krabbinn. Svo ef eitthvað lægi á bakvið stjörnuspeki, þá ætti ökumenn sem fæddir eru í krabbanum að vera öruggari ökumenn heldur en steingeitur. En það er ekkert minnst á að einhver hópur sé betri en restin. Þannig að þetta hljómar ósköp mikið eins og tölfræðigaldrar.

En ef við leikum okkur að reyna að finna orsök fyrir fylgninni. Þau sem fæðast inn í þetta stjörnumerki, eru fædd frá 21. des. til 20. jan. Á þessu tímabili er sól stutt á lofti og einnig eru akstursskilyrði slæm. Þannig að á þessum tíma eru kjöraðstæður fyrir nýja ökumenn til þess að fara sér að voða. Það væri náttúrulega sniðugt að skoða þetta þá í Ástralíu þar sem þessi vandi ætti ekki að koma upp.

En síðan verður maður að spyrja sig, af hverju endilega 21. des til 20. jan, af hverju ekki 20. des til 19. jan? Gæti ekki verið aðeins hærri slysatíðni hjá þeim hópi? Mér dettur nefnilega í hug að það hafi ekki verið prófuð nein önnur tímabil heldur en akkúrat stjörnumerkin, þar sem það virðist vera forsenda hjá þeim sem gerðu rannsóknina að þessi tíma bil séu spes.

Ég mæli allaveganna með aðeins gagnrýnni umfjöllun um stjörnuspeki heldur en kemur fram í Morgunblaðinu. Það er líka spurning hvort einhver hagsmunaárekstur sé hjá Mbl.
mbl.is Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrt

Ethylene glycol (EG) er ódýrara en glycerol. Það er eina ástæða þess að EG er skipt út fyrir glycerol. Efnin hafa svipaða efnaeiginleika, en þegar líkaminn brýtur EG niður þá færðu oxalsýru. Oxalsýran fellur út sem nýrnasteinar og eyðileggur nýrun. Svo það er ekki þægilegt að fórnarlamb á altari sparnaðs.

Ég minntist á það í þessarri færslu að það er ekki svo flókið að koma í veg fyrir svona hluti, ef viljinn er fyrir hendi.

P.s. Glýceról er ekki bara sætuefni, það mýkir húðina, eykur rakadrægni hennar og getur verið notað sem leysir. Þannig að það er ekki notað að ástæðulausu.
mbl.is Efni í frostlög selt sem sætuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband