Hættu að ljúga Andrea

Það er merkilegt hvað fólk leyfir sér þegar það hefur eitthvað fastákveðið markmið. Dæmi um þetta er bloggarinn Andrea en hún er eitthvað á móti gervisætunni aspartam. Þetta er eitt af mest rannsökuðu íbætiefnum í mat sem til er í heiminum. Það er áhyggjuefni að líklegur varaþingmaður VG er svona óheiðarlegur.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég kem með alvarlegar ásakanir en þær eru réttar. Ég er hérna að tala um málflutning hennar um tilraun Soffritti, et al. þetta er áhugaverð tilraun sem var framkvæmd á 1800 rottum. Hún Andrea segir eftirfarandi um þessa tilraun:
hann gaf helmingi þeirra mismunandi stóra skammta af aspartame og hinn helmingurinn fékk ekki neitt. 62% af þeim rottum sem fengu aspartame greindust með (hvítblæði og) krabbamein en í hinum hópnum var engin rotta sem fékk krabbamein. Þar að auki voru nokkrar rottur sem fengu heilaæxli, en engin fékk það í viðmiðunarhópnum. Að mínu mati er mjög stór ástæða fyrir neytendur að spyrja sig spurninga þegar svo virðist sem um 90-100% óháðra rannsóknaraðila finna eitthvað að efninu, á meðan þeir sem studdir eru af stórfyrirtækjum sem nota sjálfir efnið eða hafa einhverra viðskiptahagsmuna að gæta segja það skaðlaust. Við það set ég í það minnsta mjög stórt spurningamerki.

Það er ósköp mikið af rangfærslum í þessari litlu málsgrein. En förum í gegnum þetta og berum saman við það sem stendur í fræðigreininni. Hún fullyrðir að það hafi verið tveir helmingaskiptir hópar, það er lygi, það voru 7 ólíkir hópar, þar af einn viðmiðunarhópur (hópur VII) sem innihélt 300 rottur. Hinir sex hóparnir fengu ólíkar skammtastærðir af aspartami í fæðunni sinni.

Andrea fullyrðir að engin af rottunum í viðmiðunarhópnum hafi fengið hvítblæði og/eða krabbamein. Kjaftæði, í þessum hópi fengu tæp 15% af rottunum krabbamein og/eða hvítblæði (lymphoma and leukemia). Það er hinsvegar rétt hjá henni Andreu að engin rotta í viðmiðunarhópnum hafi fengið heilaæxli, það gilti einnig um hóp V og bara ein í hóp III (sbr. skammtur fyrir 80kg manneskju væri 40grömm af aspartami á dag, sem eru tæpir 189 lítrar af sprite zero á dag). Það að álykta að það séu einhver tengsl þarna er bjánalegt þar sem að ef tengsl væru þarna á milli, ættu þau að tengjast skammtastærð en gögnin neita því að það fá færri rottur í hópi I (mest aspartame) heilaæxli heldur en í hópi VI (minnst aspartame).

Síðan er eitt annað sem Andrea virðist ekki hafa tekið eftir. Sú niðurstaða sem Soffritti og félagar fengu var ekki að aspartame væri krabbameinsvaldandi fyrir rottur heldur bara krabbameinsvaldandi fyrir kvenkyns rottur ekki karlkyns. Þetta er mjög áhugaverð tilraun en til hvers að ljúga um niðurstöður hennar ?

Síðan talar hún Andrea um myndina Sweet Misery sem er ekkert annað en samsuða af samsæriskenningum og rökvillum. Eftir að hafa séð myndina fór hún að leita sér að upplýsingum um aspartame, verst að meginhluti efnisins sem þú finnur af netinu um aspartam er kjaftæði. Hún viðurkennir þó að hún hafi farið af stað í fróðleiksleitina fordómafull gagnvart þessu blessaða dípeptíði. En ég prófaði að googl-a aspartame. Það voru 3 færslur á fyrstu síðunni sem voru ekki kjaftæði. Þetta er eitt af því sem einkennir andstæðinga þekkingar og vísinda, magnið ekki gæðin. 

Ath. Ég miðaði við 75mg af aspartame í 455mL af sprite zero skv. Wiki 



Viðbót mán 15.jan 02:22: Fann mjög áhugaverða skýrslu frá Evrópsku Matvælaöryggisstofnuninni um þessa tilraun. Þar er farið yfir ítölsku tilraunina og tekið fyrir atriði sem ekki voru nógu vel framkvæmd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband