Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús

Ég fékk heim til mín í síðastliðinni viku Heilsufréttir frá Heilsuhúsinu. Litlu munaði að ég hefði fleygt blaðinu út en ég fór allt í einu að hugsa: "Þetta er blað um heilsu og heilsufólkið er venjulega algerlega laust við raunveruleikann." Blaðið hlýtur því að vera skemmtilegt. Það reyndist vera rétt hjá mér.

Þetta blað er fullt af allskonar KJAFTÆÐI !

Á fyrstu opnunni er frétt um að það sé búið að banna herta fitu í New York. Þessi frétt er ósköp vitlaus því það er ekki búið að banna herta fitu, það er hinsvegar búið að takmarka mjög trans-fitusýrur í matvælum. Þessar fitusýrur verða venjulega til við vetnun (e. hydrogenation eða herðing) á ómettuðum fitusýrum. Þetta er skiljanlegur misskilningur en samt ekki rétt farið með staðreyndir. Til þess að mega selja matvæli þarna eftir 1. júlí 2008, þá má ekki vera af trans-fitusýrum en 0.5 grömm í skammti.

Síðan sá ég grein (J Agric Food Chem. 2005 Jul 27;53(15):5982-4.), þar sem er fullyrt í abstract-inum að það sé nokkurn veginn búið að negla niður herðingar-ferli sem býr mjög lítið af þessum trans-fitusýrum. Þá væri komin leið til þess að búa til herta fitu sem væri löglegt að selja í New York.

Og svona að lokum þá er eitt annað, fullhert fita er algerleg lögleg því hún inniheldur 0 grömm af trans-fitusýrum og 0 grömm af cís-fitusýrum.

Síðan er einhver morgunverðaruppskrift, lítur ekki illa út en eins og fylgir uppskriftum í auglýsingabæklingum þá er hún soldið mikið miðuð við vörurnar til sölu og ég er ekki tilbúinn að kaupa vörur frá sölumanninum Udo Erasmus

Síðan er komið með sterka fullyrðingu um tengsl milli lungna og D-vítamíns. Hið rétta er að það fannst fylgni í gögnum frá CDC í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að fullyrða eitt né neitt um þessar niðurstöður þeirra því að þetta er svokallað data dredge þar sem leitað er að tengslum í stórum gagnasöfnum. Það táknar að þú gætir fundið tengsl þar sem engin eru þar sem það er svo mikið af gögnum. En niðurstöður hjá rannsóknahóp Peter Blacks eru áhugaverðar og það eina rétta í stöðunni er að búa til tilraun þar sem þetta er prófað.

Síðan er jurtasmyrsl, Moa the green. Ég fór á heimasíðuna hjá þeim og reyndi að finna upplýsingar um þetta og fann ekkert nema það að þetta er búið til úr lífrænt ræktuðum plöntum (aðalefnið er valhumall) og sé þar af leiðandi hollt.

Vörurnar frá Organic Days sem hafa vottun frá Soil Association um að þetta sé lífrænt ræktað. Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem staðfestir að þeir noti ekkert skordýraeitur. Í heilsublaðinu er fullyrt að svo sé en það er samt ekki hluti af staðlinum fyrir lífræna ræktun. Ég ætla samt ekki að taka fyrir lífræna ræktun að svo stöddu.

Seinasti liður þessarar blaðsíðu er síðan vatnslosandi birkisafi. Ég fæ alltaf smá kjánahroll þegar ég les um nauðsyn þess að hreinsa út úr líkamanum, þar sem að venjulega er átt við eitthvað rugl eins og að reyna að lækna einhverfu með því að nota EDTA til þess að fjarlægja kvikasilfur (sem virkar að sjálfsögðu ekki). Hérna er hinsvegar bara komið með argumentum ad populum: "eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan"

Ég held að þetta hér sé nóg í bili, það eru samt ófáar blaðsíður eftir af þessum ákaflega sérstaka bæklingi. Og að lokum legg ég til að Moggabloggið verði lagt í eyði því það kann ekki á innslegnar íslenskar gæsalappir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband