Ánægja með Kastljósið

Mér kom mjög á óvart umfjöllunin um fótabaðið í fimmtudags-Kastljósinu. Þetta var fremur gagnrýnin umfjöllun, þó kannski jafn hörð og ég hefði reynt að hafa, en mjög góð samt. Ragnhildur stóð sig mjög vel og var ákveðin en kurteis í spurningum sínum.

Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.

P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband