Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús, 3. hluti

Ég var að skoða meira af heilsutrúboðsbæklingi Heilsuhússins. Það er svo mikið af rugli að ég nenni ekki að taka fyrir meira að bili. En fyrir áhugasama þá má finna vöru sem inniheldur marrókóskan sand sem er að slagast upp í það að vera þúsundfalt eldi en alheimurinn.

Nokkrir punktar samt fyrst sem vert er að hafa í huga:
Udo Erasmus er ekki málið, þrátt fyrir að vera í tísku.
Vísindamenn segja er hentug aðferð til þess að segja eitthvað órökstutt kjaftæði og vísa í yfirvald í leiðinni. Það á alltaf að vísa í hvaða vísindamenn sérstaklega þegar er tekið stórt upp í sig eins
Það er vísindalega sannað að hin fullkomna 2 á móti 1 blanda af Omega 3 og 6 lífsnauðsynlegum fitusýrum minnkar hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, eykur þol og þrótt og almenna heilsu og lífsgæði.
En ljúkum þessu með gullmola (feitletrun mín):
Í þessu tilliti má benda á að margar vísindalegar rannsóknir hafa staðfest að til þess að vítamín og steinefni nýtist líkamanum verði þau að vera unnin úr fæðu, þ.e. þau verða að vera náttúruleg. Líkaminn skilur ekki kemískt unnin vítamín og steinefni og afgreiðir þau sem eiturefni. Sum þessarar kemísku efna ná vissulega í gegn og frásogast en líkaminn þarf þá að greiða fyrir þau dýru verði með notkun dýrmætar orku og ensíma. Þetta þýðir með öðrum orðum að lífrænt ræktaðar jurtir eru albesta uppspretta vítamína, steinefna og snefilefna sem um getur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband