Gróðurhúsa(ó)vísindi

Ég sem hélt að vísindamenn ættu að vera mun dýrari en 700 þúsund krónur. En það er upphæðin sem er boðin í staðinn fyrir að skrifa grein þar sem þú efast um gróðurhúsaáhrifin (bara fyrir vísindamenn;) ). Því fleiri greinar sem eru í efast-staflanum á borðum pólitíkusa, því líklegra er að þeir bregðist ekki við gróðurhúsaáhrifunum.

Þetta er náttúrulega í viðbót við þá staðreynd að bandarískt stjórnvöld (reyndar eiginlega bara Hvíta Húsið) hafa verið að reyna að stoppa vísindagreinar hjá NASA og fleiri stofnunum. Dæmi er náttúrulega James Hansen sem er ritskoðaður af stjórnvöldum.

Ímyndið ykkur samt það að reyna að skrifa greinar um heimsfræði (cosmology) þar sem yfirmaður þinn (settur í embætti af stjórnvöldum) myndi banna þér að skrifa orðið Miklihvellur vegna þess að hann er hallur undir ung-jarðar sköpunartrú. Ætli útkoman yrði ekki svipuð ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hjartanlega er ég sammála fræðingnum. Það er ekki nóg með að fólki sé varpað í fangelsi og múlbundið með lögum fyrir að rýna í sögu heimstyrjaldanna og spyrja áleitinna spurninga heldur er einnig bannað að rýna í framtíðina og koma með eðlilegar afleiður af þróun síðari ára.  

Það hefur aldrei þótt góðar tvíbökur að rjúka á dyr og skella á eftir sér þegar tveir deila og þykjast hafa unnið debattinn. Hvað þá að gefa mönnum á kjaftinn til að þagga niður í þeim.  

Mér finnst þetta nú vinna gegn andmælendum frekar en hitt, því með þessu opinbera þeir að þeir hafi eitthvað að fela.  Annars er afneitun náttúrleg viðbrögð við áföllum og það tekur misjafnlega langan tíma fyrir fólk að vitkast á ný.  Ég held samt í báðum þeim tilfellum, sem ég nefni að ofan að það sé spurning um auð og völd hvort sannleikurinn kemst í hámæli eður ei.

Þeir eru eins og barnið, sem situr yfir smákökuboxinu með sæúkkulaði kleprana út að eyrum og þrætir fyrir að hafa borðað kökurnar. Þeir eru allir sekir sem syndin og með þessum viðbrögðum viðurkenna þeir það.

Ég yrði fyrst skeptískur ef þeir viðurkenndu staðreyndirnar beint og möglunarlaust. Þá lægi eitthvað vafasamt að baki.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2007 kl. 04:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband