Umræðan um...

Kosningar nálgast núna óðfluga. Það fer svo sannarlega ekki á milli mála. Maður sér það nefnilega á hve vitfirrt umræðan er orðin. Í stað þess að sjá eitthvað af dylgjum og skítkasti í pólítískum skrifum þá fer hlutfall skítkasts á móti viti bornar umræðu snarhækkandi.

En svona er þetta víst. Í stað þess að fólk hugsi gagnrýnt og beini því kastljósi skynseminnar á allt í kringum sig, sem og sjálft sig. Þá er í staðinn hin gamla góða hertækni, skítkastið, dregið fram úr vopnabúrinu. Að vísu táknar þetta að mörg tækifæri munu gefast á næstu vikum fyrir áhugafólk um gagnrýna hugsun til þess að æfa sig í því að greina rökvillur í máli fólks. Ég hef grun um að strámenn og ad hominem árásir verði vinsælar. En svona er hin sívinsæla pólitík.

Lag færslunnar: The Dead Flag Blues af F#A#%u221E (ef það kemur bull, þá á þetta að vera hið klassíska tákn fyrir óendaleika, þeas möbius lengjan eða \infty í TeX-speak) með Godspeed You Black Emperor. Þá sérstaklega kaflinn frá ca. 10 mín og upp úr. Þetta er músík fyrir þolinmóða enda á þetta band bara eitt lag undir 10 mín og bara þrjú undir kortéri. Hinsvegar þá verðlaunar áheyrnin það með sterkum rísandi og uppbyggingu. En þetta er ekki músík fyrir alla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband