28.3.2007 | 03:15
Umræðan um...
Kosningar nálgast núna óðfluga. Það fer svo sannarlega ekki á milli mála. Maður sér það nefnilega á hve vitfirrt umræðan er orðin. Í stað þess að sjá eitthvað af dylgjum og skítkasti í pólítískum skrifum þá fer hlutfall skítkasts á móti viti bornar umræðu snarhækkandi.
En svona er þetta víst. Í stað þess að fólk hugsi gagnrýnt og beini því kastljósi skynseminnar á allt í kringum sig, sem og sjálft sig. Þá er í staðinn hin gamla góða hertækni, skítkastið, dregið fram úr vopnabúrinu. Að vísu táknar þetta að mörg tækifæri munu gefast á næstu vikum fyrir áhugafólk um gagnrýna hugsun til þess að æfa sig í því að greina rökvillur í máli fólks. Ég hef grun um að strámenn og ad hominem árásir verði vinsælar. En svona er hin sívinsæla pólitík.
Lag færslunnar: The Dead Flag Blues af F#A#%u221E (ef það kemur bull, þá á þetta að vera hið klassíska tákn fyrir óendaleika, þeas möbius lengjan eða \infty í TeX-speak) með Godspeed You Black Emperor. Þá sérstaklega kaflinn frá ca. 10 mín og upp úr. Þetta er músík fyrir þolinmóða enda á þetta band bara eitt lag undir 10 mín og bara þrjú undir kortéri. Hinsvegar þá verðlaunar áheyrnin það með sterkum rísandi og uppbyggingu. En þetta er ekki músík fyrir alla.
En svona er þetta víst. Í stað þess að fólk hugsi gagnrýnt og beini því kastljósi skynseminnar á allt í kringum sig, sem og sjálft sig. Þá er í staðinn hin gamla góða hertækni, skítkastið, dregið fram úr vopnabúrinu. Að vísu táknar þetta að mörg tækifæri munu gefast á næstu vikum fyrir áhugafólk um gagnrýna hugsun til þess að æfa sig í því að greina rökvillur í máli fólks. Ég hef grun um að strámenn og ad hominem árásir verði vinsælar. En svona er hin sívinsæla pólitík.
Lag færslunnar: The Dead Flag Blues af F#A#%u221E (ef það kemur bull, þá á þetta að vera hið klassíska tákn fyrir óendaleika, þeas möbius lengjan eða \infty í TeX-speak) með Godspeed You Black Emperor. Þá sérstaklega kaflinn frá ca. 10 mín og upp úr. Þetta er músík fyrir þolinmóða enda á þetta band bara eitt lag undir 10 mín og bara þrjú undir kortéri. Hinsvegar þá verðlaunar áheyrnin það með sterkum rísandi og uppbyggingu. En þetta er ekki músík fyrir alla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.