9.5.2007 | 02:00
Hégóma-Google og hugleiðingar um nafnleysi
Verandi mannvera þá er ég ekki alveg laus við allan hégóma. Þess vegna notaði ég ofurkrafta Google og googlaði þetta blogg. Fyrir vikið fann ég þessa hér færslu sem er greinilega skrifuð sem hneykslissvar við færslu þar sem ég hæðist að hatri Pat Robertsson á feminisma. Svona er að hafa fremur svartan húmor. Hann skilst síður.
Ath. eftirfarandi skrif eru einfaldlega um málefnalega umræðu, ekki helbert skítkast eins og maður sér stundum á netinu.
En eitt sem ég tek eftir er þetta blessaða hatur á nafnleysi. Skiptir einhverju máli hver ég er? Skipta rök og boðskapur ekki meira máli? Sérstaklega í ljósi þess að nafnleysi Moggabloggsins er ekkert nema tálsýn. Af hverju segi ég það? Rifjið upp þegar þið stofnuðuð reikninginn ykkar, þið þurftuð að setja kennitölunar ykkar þar inn. Er það þá raunverulegt nafnleysi? Sérstaklega þar sem að starfsfólki Morgunblaðsins hefur nú þegar tekist einu sinni að sýna þær allar óvart.
Hvort að þú skrifir undir nafni eður ei segir ekkert um skrif þín. Gott dæmi er t.d. hérna. Hún Eygló Harðardóttir, sem er varaþingmaður Framsóknar og á 4. sæti lista þeirra í Suðurkjördæmi, er að halda þessu hér fram: Llíkt henni þá veit ég nógu mikið um þetta mál til þess að benda á þá staðreynd að orð Steingríms var eins og blaut tuska í andlit margra í flokknum þar sem þetta var aldrei rætt á landsfundi. Þegar málið er skoðað nánar þá verður maður að spyrja sig. Af hverju er hún Eygló að ljúga um fullt af fólki? Ekki sé ég það að hún skrifi undir með nafni stoppi hana af í skítkastinu. Annar maður, sem leikur sér að því að snúa út úr/koma með spuna, skrifar líka undir nafni. Það stoppar hann ekki í því að spinna lygasögur.
Til hvers er þá verið að agnúast út í hvaða nafn er skrifað undir í pistli? Miðað við hvernig umræðan er núna þökk sé kosningum 12. maí, þá dettur manni helst í hug að fólk vilji geta sagt, æji þetta er bara rugludallur úr VG/Framsókn/Samfylkingunni/Sjálfstæðisflokknum/Frjálslyndum/Íslandshreyfingunni. En það er bara ad hominem rökvillan.
Segir pakkinn eitthvað um innihaldið? Skiptir einhverju máli í rökræðu af hvoru kyninu ég er eða af hvaða kynþátt ég er? Þegar vettvangurinn býður upp á það einblína á rökin fremur heldur en þann sem kemur með þau, á ekki að nýta sér það. Ég veit að ég reyni mitt besta að gera það í kjötheimi en það er hinsvegar mun auðveldara í sýndarheimi internetsins.
Lag færslunnar:Battle Hymn af fyrstu plötu Manowar sem heitir Battle Hymns og var gefin út árið 1982. (Live upptaka hér). Töff lag, hvað sem manni finnst um efni textanna hjá þessarri sveit.
Ath. eftirfarandi skrif eru einfaldlega um málefnalega umræðu, ekki helbert skítkast eins og maður sér stundum á netinu.
En eitt sem ég tek eftir er þetta blessaða hatur á nafnleysi. Skiptir einhverju máli hver ég er? Skipta rök og boðskapur ekki meira máli? Sérstaklega í ljósi þess að nafnleysi Moggabloggsins er ekkert nema tálsýn. Af hverju segi ég það? Rifjið upp þegar þið stofnuðuð reikninginn ykkar, þið þurftuð að setja kennitölunar ykkar þar inn. Er það þá raunverulegt nafnleysi? Sérstaklega þar sem að starfsfólki Morgunblaðsins hefur nú þegar tekist einu sinni að sýna þær allar óvart.
Hvort að þú skrifir undir nafni eður ei segir ekkert um skrif þín. Gott dæmi er t.d. hérna. Hún Eygló Harðardóttir, sem er varaþingmaður Framsóknar og á 4. sæti lista þeirra í Suðurkjördæmi, er að halda þessu hér fram:
Á flokksþingi VG var töluvert rætt um mikilvægi eftirlits á netinu og nefndu nokkrir framámenn í flokknum nauðsyn þess að setja á stofn netlöggu.
Til hvers er þá verið að agnúast út í hvaða nafn er skrifað undir í pistli? Miðað við hvernig umræðan er núna þökk sé kosningum 12. maí, þá dettur manni helst í hug að fólk vilji geta sagt, æji þetta er bara rugludallur úr VG/Framsókn/Samfylkingunni/Sjálfstæðisflokknum/Frjálslyndum/Íslandshreyfingunni. En það er bara ad hominem rökvillan.
Segir pakkinn eitthvað um innihaldið? Skiptir einhverju máli í rökræðu af hvoru kyninu ég er eða af hvaða kynþátt ég er? Þegar vettvangurinn býður upp á það einblína á rökin fremur heldur en þann sem kemur með þau, á ekki að nýta sér það. Ég veit að ég reyni mitt besta að gera það í kjötheimi en það er hinsvegar mun auðveldara í sýndarheimi internetsins.
Lag færslunnar:Battle Hymn af fyrstu plötu Manowar sem heitir Battle Hymns og var gefin út árið 1982. (Live upptaka hér). Töff lag, hvað sem manni finnst um efni textanna hjá þessarri sveit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.