20.7.2007 | 17:43
Frostlögstannkrem
Kínverskum yfirvöldum kann að finnast það vera sleggjudómar að umfjöllun sé gagnrýnin á Vesturlöndum í þessu máli. Það gæti tengst fjöldanum öllum af gæludýrum sem talið er að hafi látist vegna melamin-eitrunar. En það er fleiri hættulegir hlutir tengdir kínverskri efnaframleiðslu.
Mynduð þið vilja tannbursta ykkur með frostlög? Eitt af aðalefnunum sem er notað í frostlög heitir ethylene glycol og það hefur borið á því í glycerine sem er notað meðal annars í tannkrem. Það er náttúrulega stórhættulegt þar sem ethylene glycol getur valdið dauða með því að búa til nýrnasteina (kalsíum oxalat kristallar falla út í nýrunum). Það er víst tiltölulega auðvelt að setja upp eftirlit í verksmiðjum sem fylgist með akkúrat þessu efni. Það þarf varla meira heldur en IR-græju og tölvu.
Þetta táknar að efnaiðnaður er byrjaður að vara sig svolítið á kínverskri framleiðslu, sem er náttúrulega mjög slæmt fyrir land sem er að reyna að byggja upp stóran iðnað á því sviði. Bandarískir framleiðendur eru víst byrjaðir að skoða lífdíselframleiðslu (biodiesel) þar sem efnahvörfin sem eru notuð til þess að búa til eldsneytið úr fitu mynda glycerine sem á að vera laust við ethylene glycol. Þannig að framleiðsla á lífdísel gæti orðið til þess að Kína missi frá sér þessa framleiðslu.
Mynduð þið vilja tannbursta ykkur með frostlög? Eitt af aðalefnunum sem er notað í frostlög heitir ethylene glycol og það hefur borið á því í glycerine sem er notað meðal annars í tannkrem. Það er náttúrulega stórhættulegt þar sem ethylene glycol getur valdið dauða með því að búa til nýrnasteina (kalsíum oxalat kristallar falla út í nýrunum). Það er víst tiltölulega auðvelt að setja upp eftirlit í verksmiðjum sem fylgist með akkúrat þessu efni. Það þarf varla meira heldur en IR-græju og tölvu.
Þetta táknar að efnaiðnaður er byrjaður að vara sig svolítið á kínverskri framleiðslu, sem er náttúrulega mjög slæmt fyrir land sem er að reyna að byggja upp stóran iðnað á því sviði. Bandarískir framleiðendur eru víst byrjaðir að skoða lífdíselframleiðslu (biodiesel) þar sem efnahvörfin sem eru notuð til þess að búa til eldsneytið úr fitu mynda glycerine sem á að vera laust við ethylene glycol. Þannig að framleiðsla á lífdísel gæti orðið til þess að Kína missi frá sér þessa framleiðslu.
Kínverjar gagnrýna fjölmiðla fyrir sleggjudóma í matvælamálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.