Tripólí hjálparstarfsmönnunum sleppt

5 búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum palestínskum lækni hefur núna verið sleppt úr haldi. Þessi hópur hefur verið í fangelsi síðast liðin átta og hálft ár. Þeim var gert að sök að hafa vísvitandi smitað hóp líbýskra barna af alnæmi. Þau fengu lífstíðardóm en eftir miklar pólítískar umræður milli Búlgaríu og Líbýu, þar sem Evrópusambandið hjálpaði, þá fengu þau að fara til Búlgaríu til þess að afplána dómnum þar. Þau voru náðuð af forseta Búlgaríu við komuna þangað, þannig að þau eru frjáls.

Á meðan þau voru í haldi, þá hafa meðal verið pyntuð og einhverjum konunum verið nauðgað. Allt út af því að þau voru hentugir blórabögglar. Vandinn er sá að stofninn af HIV veirunni sem börnin eru smituð af er frá því fyrir komu þeirra í Líbýu (sjá hér). Svo að þau eru einfaldlega saklaus af þessum glæp.

Frétt BBC af frelsun þeirra og frétt NYTimes. Hérna er líka yfirlit yfir málið af Effect Measure, sem er blog á Scienceblogs.com (sem er síða sem ég mæli eindregið með). Síðan er náttúrulega Declan Butler sem er fréttamaður hjá Nature, sem náði að koma þessu máli í fjölmiðla og skapa þannig þrýsting á vestræn stjórnvöld til þess að hjálpa til við lausn málsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband