17.1.2007 | 21:54
Dugsemin uppmáluð
![]() |
Tillaga um að kosið verði um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2007 | 02:35
Frjálslyndir skreyta sig ímynduðum skrautfjöðrum
Til þess að sanna mál mitt þá fór ég á vef Alþingis og leitaði að orðinu innflytjendur í fundaskjölum síðustu tveggja löggjafaþingja. Ekki þurfti ég að líða skort á umfjöllun. Ef við skoðum dagsetningarnar þá sést að umfjöllun um innflytjendamál sem fór á fullt eftir grein eftir Jón Magnússon og þó sérstaklega eftir viðtal við hann í Silfri Egils 4. nóvember og umræður í kjölfarið þar sem fór mikið fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Skoðum núna þingmálin:
5. október 2006: Þingsályktunartillaga um heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda. Mér sýnist allur þingflokkur Samfylkingarinnar skrifa undir. Það er leitt að þessi tillaga komst ekki í fréttirnar á undan málflutningi Frjálslyndra því að þetta er mjög málefnalegt skjal sem hefði hafið umræðuna á mun skynsamlegri nótum heldur en dylgjur um að múslimar geti aldrei aðlagast okkur (halló, erum við ekki öll manneskjur ?).
22. febrúar 2006: Utan dagskrárumræða um stöðu útlendinga hér á landi. Málshefjandi er Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki og þeir þingmenn sem taka til máls eru úr öllum flokkum. Það er meira að segja skemmtilegt að sjá að félagsmálaráðherra þakkar málshefjanda fyrir %u201Eað taka hér upp á Alþingi þessa tímabæru umræðu um innflytjendamál%u201C. 14. apríl 2005: Utan dagskrárumræða um kynþátttafordóma og aðgerðir gegn þeim. Málshefjandi er Björgvin G. Sigurðsson, aðilar úr öllum flokkum tjá sig. Kynþáttafordómar eru náttúrlega angi af fordómum gegn innflytjendum, þ.e. ótti við hið óþekkta. Ræða Péturs Blöndals er sérlega góð og líka mjög hnitmiðuð.
Þetta eru samt bara mál sem ég gat fundið á augnabliki á vef þingsins. Síðan gleymist líka að það var komið í gang stofnun stjórnmálaflokks nýrra íslendinga, The New Icelanders Party. Bara það að þreifingarnar hafi verið í komnar í gang og komnar í fjölmiðla er ekki neitt lítið mál nema þá að alllt þetta teljist ekki með vegna þess að allir þessir aðilar voru með opna arma fyrir þá sem ekki voru eins og við hin.
17.1.2007 | 01:19
En eru ekki nú þegar skólagjöld ?
En hugmyndir Björgvins um að ekki borga fyrir grunnnámið en kannski fyrir framhaldsnámið er ekki nógu sniðugar. Það er ekki eins og það sé ekki nógu erfitt að fá fólk til framhaldsnáms hér á landi. Það að byrja að rukka fólkið sem er bakbeinið í rannsóknum háskólans fyrir að rannsaka er ekki sniðugt. Sérstaklega þegar reglan erlendis (allaveganna í þeim greinum sem ég hef kynnt mér) er þú borgar ekki og færð laun (þó stundum er kennsluskylda).
En ætli SUS álykti og óski Björgvin til hamingju með að vera nálgast þau í skoðunum ?
![]() |
Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þingmann flokksins um skólagjöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2007 | 00:44
Fyrir forvitna
![]() |
Börn sem eru misnotuð eru líklegri til að þjást af heilsuleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2007 | 00:13
Kjúklingar sem lækna krabbamein
Fréttin um málið á BBC
14.1.2007 | 21:02
puls.is - skemmtiefni dagsins
Ég hef óvenjulegt áhugamál. Ég skoða heilsusíður mér til skemmtunar. Margir fara á þær til þess að fræðast og kynnast hinum heilaga sannleik vikunnar um heilsumál. Ég hlæ, mikið. Gott dæmi um síðu, sem er ekkert nema fyndin, er puls.is Þarna eru vörusvik eins og áruhreinsunarúði. Síðan er bækur eftir Hulda Clark sem er vel þekkt fyrir halda því fram að allar gerðir krabbameina er afleiðing af sýkingu af einni tegund af flatormi.
Síðan sá ég titil á bók sem heitir Flood Your Body With Oxygen eftir Ed McCabe. Það er stórkostlegt að einhver sé að selja þessa bók þegar líka er reynt að pranga inn á mann andoxunarefnum. Til hvers að nota andoxunarefni þegar maður er hvort sem er að fara nota mikið magn af sterkum oxara sem heitir óson ?
Síðan er verið að fá mann til þess að drekka silfur agnir en það veldur argyria þar sem húðin verður grá og þú getur fengið silfur í augun. . Síðan er fullt af einhverju rándýru tækjadrasli sem að vera svo gott fyrir mann. Þar á meðal 52þús króna tæki sem er hannað af einhverjum reikimeistari til þess að dæla í þig hinni ímynduðu alheimsorku.
En það virkilega skemmtilega kom þegar ég fór að leita upplýsingar um eigendurna, sem eru þau Lilja Petra Ásgeirsdóttir og Erlendur Magnús Magnússon. Ég komst til dæmis að því að þau eru margvíðir shamballa heilunarmeistarar. Margvíðir :D Meira af því bulli, fengið héðan
Þú munt fá 12+1 virkjanir inn á hin 12 plön raunveruleikans. Við munum einnig tengja við kosmískar og alheims ásýndir Shamballa og hinna uppljómuðu meistara og okkar sjálfra. Það mun verða virkjun á demöntum og kristöllum Melchizedeks. Vígsla inn í Melchizedek regluna. Virkjun á hinum helgu rúmfræðilegum formum og eldstöfum hinna fimm helgu tungumála í öllum líkömum þínum. Djúp hreinsun á ígræðslum og ýmsum tilvistum sem finnast í orkulíkömum þínum.
Svona bull á skilið að fá medalíu. En þá gæti maður verið að styðja við skottulækningar eins og þessi hjón stunda.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 22:40
Aspartam og fjölmiðlar
Það er absúrd að sjá mann sem hafnar aðferðafræðum vísindanna tjá sig um álitamál í vísindum og sjá að honum er tekið sem sérfræðingi í málinu. Maður sér ekki fjölmiðla stökkva til og spyrja málfræðinga um lögfræðileg álitamál í Baugsmálinu og álit þeirra sett jafnhá álitum lögfræðinga. Þetta er meira að segja fræg rökvilla, appeal to authority. Það er líka sérstaklega skondið að sjá Harald tala um það að vegna þess að fyrirtæki fjármagni rannsóknirnar þá séu þær sjálfkrafa ónothæfar. Hvað ef að rannsakendurnir hafa fordóma ? T.d. hata svertinga og hanna tilraun til þess að sýna fram á það ? Það er ein af ástæðunum af hverju tvíblindar rannsóknir er notaðar í dag, þá getum við fjarlægt ómeðvitaða fordóma.
Hvað er að gerast fyrir Ísland ? Ef að kjaftæði tengist heilsu eða hollustu þá er það tekið sem heilagur sannleikur og dreift um allt og boðið í sjónvarpsþætti. Hvar er skynsemin ?
13.1.2007 | 20:07
Kemur ekki á óvart
![]() |
Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2007 | 19:07
Hættu að ljúga Andrea
Það er merkilegt hvað fólk leyfir sér þegar það hefur eitthvað fastákveðið markmið. Dæmi um þetta er bloggarinn Andrea en hún er eitthvað á móti gervisætunni aspartam. Þetta er eitt af mest rannsökuðu íbætiefnum í mat sem til er í heiminum. Það er áhyggjuefni að líklegur varaþingmaður VG er svona óheiðarlegur.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég kem með alvarlegar ásakanir en þær eru réttar. Ég er hérna að tala um málflutning hennar um tilraun Soffritti, et al. þetta er áhugaverð tilraun sem var framkvæmd á 1800 rottum. Hún Andrea segir eftirfarandi um þessa tilraun:
hann gaf helmingi þeirra mismunandi stóra skammta af aspartame og hinn helmingurinn fékk ekki neitt. 62% af þeim rottum sem fengu aspartame greindust með (hvítblæði og) krabbamein en í hinum hópnum var engin rotta sem fékk krabbamein. Þar að auki voru nokkrar rottur sem fengu heilaæxli, en engin fékk það í viðmiðunarhópnum. Að mínu mati er mjög stór ástæða fyrir neytendur að spyrja sig spurninga þegar svo virðist sem um 90-100% óháðra rannsóknaraðila finna eitthvað að efninu, á meðan þeir sem studdir eru af stórfyrirtækjum sem nota sjálfir efnið eða hafa einhverra viðskiptahagsmuna að gæta segja það skaðlaust. Við það set ég í það minnsta mjög stórt spurningamerki.
Það er ósköp mikið af rangfærslum í þessari litlu málsgrein. En förum í gegnum þetta og berum saman við það sem stendur í fræðigreininni. Hún fullyrðir að það hafi verið tveir helmingaskiptir hópar, það er lygi, það voru 7 ólíkir hópar, þar af einn viðmiðunarhópur (hópur VII) sem innihélt 300 rottur. Hinir sex hóparnir fengu ólíkar skammtastærðir af aspartami í fæðunni sinni.
Andrea fullyrðir að engin af rottunum í viðmiðunarhópnum hafi fengið hvítblæði og/eða krabbamein. Kjaftæði, í þessum hópi fengu tæp 15% af rottunum krabbamein og/eða hvítblæði (lymphoma and leukemia). Það er hinsvegar rétt hjá henni Andreu að engin rotta í viðmiðunarhópnum hafi fengið heilaæxli, það gilti einnig um hóp V og bara ein í hóp III (sbr. skammtur fyrir 80kg manneskju væri 40grömm af aspartami á dag, sem eru tæpir 189 lítrar af sprite zero á dag). Það að álykta að það séu einhver tengsl þarna er bjánalegt þar sem að ef tengsl væru þarna á milli, ættu þau að tengjast skammtastærð en gögnin neita því að það fá færri rottur í hópi I (mest aspartame) heilaæxli heldur en í hópi VI (minnst aspartame).
Síðan er eitt annað sem Andrea virðist ekki hafa tekið eftir. Sú niðurstaða sem Soffritti og félagar fengu var ekki að aspartame væri krabbameinsvaldandi fyrir rottur heldur bara krabbameinsvaldandi fyrir kvenkyns rottur ekki karlkyns. Þetta er mjög áhugaverð tilraun en til hvers að ljúga um niðurstöður hennar ?
Síðan talar hún Andrea um myndina Sweet Misery sem er ekkert annað en samsuða af samsæriskenningum og rökvillum. Eftir að hafa séð myndina fór hún að leita sér að upplýsingum um aspartame, verst að meginhluti efnisins sem þú finnur af netinu um aspartam er kjaftæði. Hún viðurkennir þó að hún hafi farið af stað í fróðleiksleitina fordómafull gagnvart þessu blessaða dípeptíði. En ég prófaði að googl-a aspartame. Það voru 3 færslur á fyrstu síðunni sem voru ekki kjaftæði. Þetta er eitt af því sem einkennir andstæðinga þekkingar og vísinda, magnið ekki gæðin.
Ath. Ég miðaði við 75mg af aspartame í 455mL af sprite zero skv. Wiki
Viðbót mán 15.jan 02:22: Fann mjög áhugaverða skýrslu frá Evrópsku Matvælaöryggisstofnuninni um þessa tilraun. Þar er farið yfir ítölsku tilraunina og tekið fyrir atriði sem ekki voru nógu vel framkvæmd.
Vísindi og fræði | Breytt 18.2.2007 kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2007 | 03:36
Töfralausnin
![]() |
Töfralausnir gegn tölvuárásum ekki fyrir hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |