En eru ekki nú þegar skólagjöld ?

Ég sem hélt að ég hefði þurft að borga skólagjöld þegar ég skráði mig í háskólann. Bara ekki kallað réttu nafni heldur innritunargjöld..

En hugmyndir Björgvins um að ekki borga fyrir grunnnámið en kannski fyrir framhaldsnámið er ekki nógu sniðugar. Það er ekki eins og það sé ekki nógu erfitt að fá fólk til framhaldsnáms hér á landi. Það að byrja að rukka fólkið sem er bakbeinið í rannsóknum háskólans fyrir að rannsaka er ekki sniðugt. Sérstaklega þegar reglan erlendis (allaveganna í þeim greinum sem ég hef kynnt mér) er þú borgar ekki og færð laun (þó stundum er kennsluskylda).

En ætli SUS álykti og óski Björgvin til hamingju með að vera nálgast þau í skoðunum ?
mbl.is Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þingmann flokksins um skólagjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband