Tveggja flokka vinstri stjórn

er raunhæfur möguleiki. Ef við miðum við þessa könnun þá þarf ósköp lítið af tilfærslum til þess að Samfylkingin og Vinstri-Græn nái þingmeirihluta.

Verst að Árni Johnsen virðist komast auðveldlega inn á þing.

Fyrir fólk með stærðfræðiþekkingu (fengin héðan):

Lag færslunnar: Starlight af Black Holes and Revelations með Muse.
mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hégóma-Google og hugleiðingar um nafnleysi

Verandi mannvera þá er ég ekki alveg laus við allan hégóma. Þess vegna notaði ég ofurkrafta Google og googlaði þetta blogg. Fyrir vikið fann ég þessa hér færslu sem er greinilega skrifuð sem hneykslissvar við færslu þar sem ég hæðist að hatri Pat Robertsson á feminisma. Svona er að hafa fremur svartan húmor. Hann skilst síður.

Ath. eftirfarandi skrif eru einfaldlega um málefnalega umræðu, ekki helbert skítkast eins og maður sér stundum á netinu.

En eitt sem ég tek eftir er þetta blessaða hatur á nafnleysi. Skiptir einhverju máli hver ég er? Skipta rök og boðskapur ekki meira máli? Sérstaklega í ljósi þess að nafnleysi Moggabloggsins er ekkert nema tálsýn. Af hverju segi ég það? Rifjið upp þegar þið stofnuðuð reikninginn ykkar, þið þurftuð að setja kennitölunar ykkar þar inn. Er það þá raunverulegt nafnleysi? Sérstaklega þar sem að starfsfólki Morgunblaðsins hefur nú þegar tekist einu sinni að sýna þær allar óvart.

Hvort að þú skrifir undir nafni eður ei segir ekkert um skrif þín. Gott dæmi er t.d.  hérna. Hún Eygló Harðardóttir, sem er varaþingmaður Framsóknar og á 4. sæti lista þeirra í Suðurkjördæmi, er að halda þessu hér fram:
Á flokksþingi VG var töluvert rætt um mikilvægi eftirlits á netinu og nefndu nokkrir framámenn í flokknum nauðsyn þess að setja á stofn netlöggu.
Llíkt henni þá veit ég nógu mikið um þetta mál til þess að benda á þá staðreynd að orð Steingríms var eins og blaut tuska í andlit margra í flokknum þar sem þetta var aldrei rætt á landsfundi. Þegar málið er skoðað nánar þá verður maður að spyrja sig. Af hverju er hún Eygló að ljúga um fullt af fólki? Ekki sé ég það að hún skrifi undir með nafni stoppi hana af í skítkastinu. Annar maður, sem leikur sér að því að snúa út úr/koma með spuna, skrifar líka undir nafni. Það stoppar hann ekki í því að spinna lygasögur.

Til hvers er þá verið að agnúast út í hvaða nafn er skrifað undir í pistli? Miðað við hvernig umræðan er núna þökk sé kosningum 12. maí, þá dettur manni helst í hug að fólk vilji geta sagt, æji þetta er bara rugludallur úr VG/Framsókn/Samfylkingunni/Sjálfstæðisflokknum/Frjálslyndum/Íslandshreyfingunni. En það er bara ad hominem rökvillan.

Segir pakkinn eitthvað um innihaldið? Skiptir einhverju máli í rökræðu af hvoru kyninu ég er eða af hvaða kynþátt ég er? Þegar vettvangurinn býður upp á það einblína á rökin fremur heldur en þann sem kemur með þau, á ekki að nýta sér það. Ég veit að ég reyni mitt besta að gera það í kjötheimi en það er hinsvegar mun auðveldara í sýndarheimi internetsins.

Lag færslunnar:Battle Hymn af fyrstu plötu Manowar sem heitir Battle Hymns og var gefin út árið 1982. (Live upptaka hér). Töff lag, hvað sem manni finnst um efni textanna hjá þessarri sveit.

Týpískt

Kannski er ég einum of smámunasamur en er of mikils mælst að þýðendur þýði nöfn frumefna rétt? Sodium heitir natríum eða natrín á íslensku, ekki sódíum!
mbl.is Vísindamenn finna „kryptónít“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu segja þig út úr þessu?

Meiri upplýsingar að finna hér
mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttur útdráttur

Kristur var til. Ég segi það af því bara. Það er gott að hafa umhverfi og umhverfisvernd er bara fyrir trúað fólk. Trúleysi og sérstaklega Vantrú eru af hinu illa.

Þetta er er eiginlega allt og sumt sem predikun biskups segir. Eins og ávallt þá er signal to noise hlutfallið ekki hátt, en það er merkilega algengt hjá kirkjunnar mönnum. Sem minnir mig á eitt, væri ekki skemmtilegt að fá trúlausan kirkjumálaráðherra?
mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfullinn

Ég missti af bingóinu þar sem ég vaknaði alltof seint. En það er samt ótrúlegt að það er frétt af Vantrú á mbl.is, þetta hefði ekki gerst fyrir örfáum misserum. Heimurinn breytist hratt.
mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskup vill halda titlinum fyrir Guð

Það mætti halda, í ljós þess að þessir prestar eru ekki að kvarta yfir X-Factor úrslitunum, að þeir eru að velja titil guðs sem brandarakall. Þennan titil veitti biskup honum á síðustu páskum. Hann var meira að segja í 7. sæti í Ágústínusarverðlaunum.
mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um umhverfismál

the left have been slightly disoriented by the manifest failure of socialism and even more so of communism as it was tried out and therefor they still remain as anti-capitalist as they were, but they have to find a new guise for their anti-capitalism
Lord Lawson í The Great Global Warming Swindle

Hann vill meina að umhverfishreyfingin hafi verið tekin yfir af öfga-vinstrisinnuðu fólki. Er þá Íslandshreyfingin afsönnun þess?

Feministar eru illir!

Það hefur verið mikið rifist yfir feminisma að undanförnu. En það er augljóst að öll umræðan hefur verið á villigötum, því að feminismi er illur sama hvað feministarnir segja. Ef þið trúið mér ekki lesið bara þetta hér í hinn merka mann Pat Robertson:
The feminist agenda is not about equal rights for women. It is about a socialist, anti-family political movement that encourages women to leave their husbands, kill their children, practice witchcraft, destroy capitalism and become lesbians. Heimild


Hver sá sem les þetta hlýtur að fyllast samstundis hatri á allri feministahreyfingunni. Að vísu er áhugavert að feministi er karlkynsorð. Lag færslunnar: Le jour d'avant af L'Absente með snillinginum Yann Tiersen. Þetta er maðurinn sem sá um tónlistina í Amelie. Ég mæli eindregið með músík hans.

Umræðan um...

Kosningar nálgast núna óðfluga. Það fer svo sannarlega ekki á milli mála. Maður sér það nefnilega á hve vitfirrt umræðan er orðin. Í stað þess að sjá eitthvað af dylgjum og skítkasti í pólítískum skrifum þá fer hlutfall skítkasts á móti viti bornar umræðu snarhækkandi.

En svona er þetta víst. Í stað þess að fólk hugsi gagnrýnt og beini því kastljósi skynseminnar á allt í kringum sig, sem og sjálft sig. Þá er í staðinn hin gamla góða hertækni, skítkastið, dregið fram úr vopnabúrinu. Að vísu táknar þetta að mörg tækifæri munu gefast á næstu vikum fyrir áhugafólk um gagnrýna hugsun til þess að æfa sig í því að greina rökvillur í máli fólks. Ég hef grun um að strámenn og ad hominem árásir verði vinsælar. En svona er hin sívinsæla pólitík.

Lag færslunnar: The Dead Flag Blues af F#A#%u221E (ef það kemur bull, þá á þetta að vera hið klassíska tákn fyrir óendaleika, þeas möbius lengjan eða \infty í TeX-speak) með Godspeed You Black Emperor. Þá sérstaklega kaflinn frá ca. 10 mín og upp úr. Þetta er músík fyrir þolinmóða enda á þetta band bara eitt lag undir 10 mín og bara þrjú undir kortéri. Hinsvegar þá verðlaunar áheyrnin það með sterkum rísandi og uppbyggingu. En þetta er ekki músík fyrir alla.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband