Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hryllingur, saklaust fólk náðað!

Stjórnmál eiga það til að vera ósköp bjánaleg, eins og þetta mál sannar. Ég tel allaveganna mjög óhugnalegt að dæma fólk til refsingar þegar að sönnunargögnin segja að þau séu saklaus. En svona er pólitíkin. Það er oft þægilegra að fá sér eitt stykki blóraböggul heldur en að fást við vandann.

En ég mæli með seinustu bloggfærslu um þetta mál.
mbl.is Líbýumenn mótmæla náðun hjúkrunarfólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tripólí hjálparstarfsmönnunum sleppt

5 búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum palestínskum lækni hefur núna verið sleppt úr haldi. Þessi hópur hefur verið í fangelsi síðast liðin átta og hálft ár. Þeim var gert að sök að hafa vísvitandi smitað hóp líbýskra barna af alnæmi. Þau fengu lífstíðardóm en eftir miklar pólítískar umræður milli Búlgaríu og Líbýu, þar sem Evrópusambandið hjálpaði, þá fengu þau að fara til Búlgaríu til þess að afplána dómnum þar. Þau voru náðuð af forseta Búlgaríu við komuna þangað, þannig að þau eru frjáls.

Á meðan þau voru í haldi, þá hafa meðal verið pyntuð og einhverjum konunum verið nauðgað. Allt út af því að þau voru hentugir blórabögglar. Vandinn er sá að stofninn af HIV veirunni sem börnin eru smituð af er frá því fyrir komu þeirra í Líbýu (sjá hér). Svo að þau eru einfaldlega saklaus af þessum glæp.

Frétt BBC af frelsun þeirra og frétt NYTimes. Hérna er líka yfirlit yfir málið af Effect Measure, sem er blog á Scienceblogs.com (sem er síða sem ég mæli eindregið með). Síðan er náttúrulega Declan Butler sem er fréttamaður hjá Nature, sem náði að koma þessu máli í fjölmiðla og skapa þannig þrýsting á vestræn stjórnvöld til þess að hjálpa til við lausn málsins.

Barist gegn konum?

Bóluefni og kynjapólítík. Ekki alveg það sem margur myndi tengja saman. En allt í einu er komið bóluefni sem hið gamla góða karlaveldi berst gegn, að vísu í Bandaríkjunum en það verður áhugavert að sjá hvernig þetta verður tæklað í Evrópu.

Ástæða þess, að barist er gegn þessu bóluefni í Bandaríkjunum, er sú að til þess að gulltryggja virkni bóluefnisins þá þarf helst að bólusetja áður en stúlkan byrjar að stunda kynlíf. Enda er þetta bólusetning gegn ákveðnum stofnum kynsjúkdóms. Það fer þó nokkuð fyrir brjóstið á samtökum sem tala fyrir hönd íhaldssamra foreldra í USA.

Síðan má ekki gleyma því að sumir af þessum hópum telja líklegra að stelpur stundi meira kynlíf ef þær fá þetta bóluefni sem er náttúrulega hrein illska í huga þeirra :P. Auðvitað er litið framhjá því að það eru tveir aðilar í hjónabandi, þannig að hinn aðilinn, hvort sem það er karl eða kona, gæti smitað manneskju sem lifði skírlífi fram að hjónabandi og héldi aldrei framhjá.

Þetta er náttúrulega ekki einfalt mál og ég er örugglega að ofeinfalda málið, svo kynnið ykkur þetta frekar. T.d. hjá Scientific Activist
mbl.is Bóluefni gegn leghálskrabbameini fær samþykki Evrópsku lyfjastofnunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og melludólgurinn er...?

Á Íslandi er víst vændi orðið löglegt, nema þá að þú sért þriðji aðili og græði á því. Þannig að ef við finnum melludólginn fyrir þessa vændiskonu, þá er hægt að kæra þann aðila. Það væri væntanlega fylgdarþjónustan í þessu tilviki eða hvað?

Hvað með heimasíðurnar private.is og einkamal.is, þær eru (væntanlega) reknar með hagnaði. Og voru að auglýsa þessa kærleiksþjónustu rússnesku konunnar. Eru eigendur síðunnar kannski ekkert annað en stafrænir melludólgar?

Æji, ég leyfi mér að efast um að þetta muni nokkurn tímann gerast, en þangað til er þetta skemmtileg pæling.

P.s. fyrst að sumarblogghvíldin er búin, þá verður maður greinilega að uppfæra oftar.
mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja flokka vinstri stjórn

er raunhæfur möguleiki. Ef við miðum við þessa könnun þá þarf ósköp lítið af tilfærslum til þess að Samfylkingin og Vinstri-Græn nái þingmeirihluta.

Verst að Árni Johnsen virðist komast auðveldlega inn á þing.

Fyrir fólk með stærðfræðiþekkingu (fengin héðan):

Lag færslunnar: Starlight af Black Holes and Revelations með Muse.
mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu segja þig út úr þessu?

Meiri upplýsingar að finna hér
mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuttur útdráttur

Kristur var til. Ég segi það af því bara. Það er gott að hafa umhverfi og umhverfisvernd er bara fyrir trúað fólk. Trúleysi og sérstaklega Vantrú eru af hinu illa.

Þetta er er eiginlega allt og sumt sem predikun biskups segir. Eins og ávallt þá er signal to noise hlutfallið ekki hátt, en það er merkilega algengt hjá kirkjunnar mönnum. Sem minnir mig á eitt, væri ekki skemmtilegt að fá trúlausan kirkjumálaráðherra?
mbl.is Áherslan á endalausar framfarir er tál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfullinn

Ég missti af bingóinu þar sem ég vaknaði alltof seint. En það er samt ótrúlegt að það er frétt af Vantrú á mbl.is, þetta hefði ekki gerst fyrir örfáum misserum. Heimurinn breytist hratt.
mbl.is Vantrú heldur bingó á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskup vill halda titlinum fyrir Guð

Það mætti halda, í ljós þess að þessir prestar eru ekki að kvarta yfir X-Factor úrslitunum, að þeir eru að velja titil guðs sem brandarakall. Þennan titil veitti biskup honum á síðustu páskum. Hann var meira að segja í 7. sæti í Ágústínusarverðlaunum.
mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan um...

Kosningar nálgast núna óðfluga. Það fer svo sannarlega ekki á milli mála. Maður sér það nefnilega á hve vitfirrt umræðan er orðin. Í stað þess að sjá eitthvað af dylgjum og skítkasti í pólítískum skrifum þá fer hlutfall skítkasts á móti viti bornar umræðu snarhækkandi.

En svona er þetta víst. Í stað þess að fólk hugsi gagnrýnt og beini því kastljósi skynseminnar á allt í kringum sig, sem og sjálft sig. Þá er í staðinn hin gamla góða hertækni, skítkastið, dregið fram úr vopnabúrinu. Að vísu táknar þetta að mörg tækifæri munu gefast á næstu vikum fyrir áhugafólk um gagnrýna hugsun til þess að æfa sig í því að greina rökvillur í máli fólks. Ég hef grun um að strámenn og ad hominem árásir verði vinsælar. En svona er hin sívinsæla pólitík.

Lag færslunnar: The Dead Flag Blues af F#A#%u221E (ef það kemur bull, þá á þetta að vera hið klassíska tákn fyrir óendaleika, þeas möbius lengjan eða \infty í TeX-speak) með Godspeed You Black Emperor. Þá sérstaklega kaflinn frá ca. 10 mín og upp úr. Þetta er músík fyrir þolinmóða enda á þetta band bara eitt lag undir 10 mín og bara þrjú undir kortéri. Hinsvegar þá verðlaunar áheyrnin það með sterkum rísandi og uppbyggingu. En þetta er ekki músík fyrir alla.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband