Sköpunin og raunveruleikinn

Það er ekki gaman að fréttum eins og þessari hér. Í hinni svokölluðu vöggu mannkynsin, Kenýa, er byrjað verða vart við mikla veruleikafirringu. Þetta er sköpunartrúin, nánar tiltekið höfnun á einhverri af sterkustu vísindakenningum samtímans, þróunarkenningin. Í þessu tilviki er verið að tala um kristna evangelíska bókstafstrú (ekki ósvipað bandarískum predikurum eins og Ted Haggard).

Það er óneitanlega dapurlegt að það þurfi sérstaka öryggisgæslu til þess að vernda steingervinga forvera mannkynsins.

Rótin að öllum nöfnum

Af hverju eru tæknifréttir oft svona efnislitlar? Hérna er nefnilega sagt að það hafi verið ráðist á innviði netsins en ekkert meir. Hið raunverulega í stöðunni er það að 3 af 13 rótarnafnaþjónum netsins duttu út. En hvað hefði gerst ef allir 13 hefðu dottið út?

Eitt er víst, netið hefði ekki dottið út, hinsvegar þá hefði það orðið ónothæft fyrir flesta notendur þess. En hvað gera nafnaþjónar. Þeir breyta nöfnum í heimilisföng. Þetta er eins það að mbl.is hefur internet-heimilisfangið 193.4.96.21. Þið getið prófað að slá inn þessarri tölu í staðinn fyrir mbl.is í vafranum. En rótarnafnaþjónar eru nafnaþjónar fyrir nafnaþjónana, því ef nafnaþjónn veit ekkert hvað hann á að leita að upplýsingum um lén þá spyr hann rótina.

En allaveganna hérna er frétt um þetta frá AP sem er umtalsvert skárri. En maður verður allaveganna að vona að þessir netþjónar riði ekki til falls þótt moggabloggið megi nú alveg gera það.
mbl.is Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróðurhúsa(ó)vísindi

Ég sem hélt að vísindamenn ættu að vera mun dýrari en 700 þúsund krónur. En það er upphæðin sem er boðin í staðinn fyrir að skrifa grein þar sem þú efast um gróðurhúsaáhrifin (bara fyrir vísindamenn;) ). Því fleiri greinar sem eru í efast-staflanum á borðum pólitíkusa, því líklegra er að þeir bregðist ekki við gróðurhúsaáhrifunum.

Þetta er náttúrulega í viðbót við þá staðreynd að bandarískt stjórnvöld (reyndar eiginlega bara Hvíta Húsið) hafa verið að reyna að stoppa vísindagreinar hjá NASA og fleiri stofnunum. Dæmi er náttúrulega James Hansen sem er ritskoðaður af stjórnvöldum.

Ímyndið ykkur samt það að reyna að skrifa greinar um heimsfræði (cosmology) þar sem yfirmaður þinn (settur í embætti af stjórnvöldum) myndi banna þér að skrifa orðið Miklihvellur vegna þess að hann er hallur undir ung-jarðar sköpunartrú. Ætli útkoman yrði ekki svipuð ?

Bloggfærslur 8. febrúar 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband