Gatasigti fyrir Internetið

Margur hefur tjáð sig um netlöggur og Steingrím J. Sigfússon síðustu daga. Hve margir ætlu séu búnir að horfa á þáttinn? Ég hef ekki ennþá nennt því, enda þykir mér Silfur Egils ekki skemmtilegur þáttur. Út af því þá fór ég og fann ég einn af fáum aðilum sem hefur lagt í það að skrifa orðrétt upp eftir þættinum. Voila

Steingrímur kemur ekki svo rosalega vel út, en ef eitthvað er þá kemur hún Steinunn Valdís ennþá verr út. En báðir aðilar líta ekki út fyrir að hafa mikla þekkingu á tölvumálum.

Lag færslunnar:: An Arrow From the Sun með þungarokkssveitinni Therion. Þetta er flott lag af Lemuria helmingi tvöföldu plötunnar, Lemuria/Sirius B. Lagið opnar fremur afslappað með sópran söngkona sem fær andsvar frá karlakór með bassagítarsplokki undir. Síðan kemur stutt interlude en eftir þann kafla þá kemur flottasti kafli lagsins, Bassi að syngja með þungarokkssveit :D

Þangað borga ég

Í þennan góða sjóð borga ég trúleysisskattinn minn. Sem eru tæpar 9 þúsund krónur á ári. Þannig að Vantrú er með leiðréttingarstarfi sínu að gefa Háskólasjóði tæpar þrjár milljónir á ári !

Lag færslunnar:Llorando með Rebekah Del Rio, þetta er lag úr myndinni Mulholland Drive. Gífurlega falleg a capella útgáfa af lagi Orbison, Crying.
mbl.is Fjórtán doktorsnemar hljóta styrki úr Háskólasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband