20.7.2007 | 18:10
Barist gegn konum?
Bóluefni og kynjapólítík. Ekki alveg það sem margur myndi tengja saman. En allt í einu er komið bóluefni sem hið gamla góða karlaveldi berst gegn, að vísu í Bandaríkjunum en það verður áhugavert að sjá hvernig þetta verður tæklað í Evrópu.
Ástæða þess, að barist er gegn þessu bóluefni í Bandaríkjunum, er sú að til þess að gulltryggja virkni bóluefnisins þá þarf helst að bólusetja áður en stúlkan byrjar að stunda kynlíf. Enda er þetta bólusetning gegn ákveðnum stofnum kynsjúkdóms. Það fer þó nokkuð fyrir brjóstið á samtökum sem tala fyrir hönd íhaldssamra foreldra í USA.
Síðan má ekki gleyma því að sumir af þessum hópum telja líklegra að stelpur stundi meira kynlíf ef þær fá þetta bóluefni sem er náttúrulega hrein illska í huga þeirra :P. Auðvitað er litið framhjá því að það eru tveir aðilar í hjónabandi, þannig að hinn aðilinn, hvort sem það er karl eða kona, gæti smitað manneskju sem lifði skírlífi fram að hjónabandi og héldi aldrei framhjá.
Þetta er náttúrulega ekki einfalt mál og ég er örugglega að ofeinfalda málið, svo kynnið ykkur þetta frekar. T.d. hjá Scientific Activist
Ástæða þess, að barist er gegn þessu bóluefni í Bandaríkjunum, er sú að til þess að gulltryggja virkni bóluefnisins þá þarf helst að bólusetja áður en stúlkan byrjar að stunda kynlíf. Enda er þetta bólusetning gegn ákveðnum stofnum kynsjúkdóms. Það fer þó nokkuð fyrir brjóstið á samtökum sem tala fyrir hönd íhaldssamra foreldra í USA.
Síðan má ekki gleyma því að sumir af þessum hópum telja líklegra að stelpur stundi meira kynlíf ef þær fá þetta bóluefni sem er náttúrulega hrein illska í huga þeirra :P. Auðvitað er litið framhjá því að það eru tveir aðilar í hjónabandi, þannig að hinn aðilinn, hvort sem það er karl eða kona, gæti smitað manneskju sem lifði skírlífi fram að hjónabandi og héldi aldrei framhjá.
Þetta er náttúrulega ekki einfalt mál og ég er örugglega að ofeinfalda málið, svo kynnið ykkur þetta frekar. T.d. hjá Scientific Activist
![]() |
Bóluefni gegn leghálskrabbameini fær samþykki Evrópsku lyfjastofnunarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2007 | 17:43
Frostlögstannkrem
Kínverskum yfirvöldum kann að finnast það vera sleggjudómar að umfjöllun sé gagnrýnin á Vesturlöndum í þessu máli. Það gæti tengst fjöldanum öllum af gæludýrum sem talið er að hafi látist vegna melamin-eitrunar. En það er fleiri hættulegir hlutir tengdir kínverskri efnaframleiðslu.
Mynduð þið vilja tannbursta ykkur með frostlög? Eitt af aðalefnunum sem er notað í frostlög heitir ethylene glycol og það hefur borið á því í glycerine sem er notað meðal annars í tannkrem. Það er náttúrulega stórhættulegt þar sem ethylene glycol getur valdið dauða með því að búa til nýrnasteina (kalsíum oxalat kristallar falla út í nýrunum). Það er víst tiltölulega auðvelt að setja upp eftirlit í verksmiðjum sem fylgist með akkúrat þessu efni. Það þarf varla meira heldur en IR-græju og tölvu.
Þetta táknar að efnaiðnaður er byrjaður að vara sig svolítið á kínverskri framleiðslu, sem er náttúrulega mjög slæmt fyrir land sem er að reyna að byggja upp stóran iðnað á því sviði. Bandarískir framleiðendur eru víst byrjaðir að skoða lífdíselframleiðslu (biodiesel) þar sem efnahvörfin sem eru notuð til þess að búa til eldsneytið úr fitu mynda glycerine sem á að vera laust við ethylene glycol. Þannig að framleiðsla á lífdísel gæti orðið til þess að Kína missi frá sér þessa framleiðslu.
Mynduð þið vilja tannbursta ykkur með frostlög? Eitt af aðalefnunum sem er notað í frostlög heitir ethylene glycol og það hefur borið á því í glycerine sem er notað meðal annars í tannkrem. Það er náttúrulega stórhættulegt þar sem ethylene glycol getur valdið dauða með því að búa til nýrnasteina (kalsíum oxalat kristallar falla út í nýrunum). Það er víst tiltölulega auðvelt að setja upp eftirlit í verksmiðjum sem fylgist með akkúrat þessu efni. Það þarf varla meira heldur en IR-græju og tölvu.
Þetta táknar að efnaiðnaður er byrjaður að vara sig svolítið á kínverskri framleiðslu, sem er náttúrulega mjög slæmt fyrir land sem er að reyna að byggja upp stóran iðnað á því sviði. Bandarískir framleiðendur eru víst byrjaðir að skoða lífdíselframleiðslu (biodiesel) þar sem efnahvörfin sem eru notuð til þess að búa til eldsneytið úr fitu mynda glycerine sem á að vera laust við ethylene glycol. Þannig að framleiðsla á lífdísel gæti orðið til þess að Kína missi frá sér þessa framleiðslu.
![]() |
Kínverjar gagnrýna fjölmiðla fyrir sleggjudóma í matvælamálinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2007 | 04:24
Gott mál
Ef þetta reynist rétt þá væri kannski hægt að snúa við þessarri svakalegu þróun mála í loftslagsmála.
Það væri án efa gaman að pæla í hvernig þetta virkar. Í ljósi þess að þörungar eiga að fá að gæða sér á efnunum. Þá ætti það að gefa vísbendingar um hvar maður ætti að byrja. Maður spyr líka um hvert sótin fari úr díselvélinni. Þetta mun að vísa bara koma í ljós með tímanum. Manni dettur í hug oxari (fyrir sótina), hvarfakútur (fyrir nituroxíðin) og síðan eitthvað til þess að binda CO2. En þetta eru getgátur einar.
Ég veit að ég er mjög smámunasamur en Derek Palmer er ekki lífefnafræðingur, heldur lífrænn efnafræðingur (organic chemist, ekki biochemist). Og síðan er soldið af smáatriðum sem komast ekki í gegnum þýðingu og styttinguna hjá Mbl. Þannig að ég mæli frekar með fréttinni hjá Reuters.
Það væri án efa gaman að pæla í hvernig þetta virkar. Í ljósi þess að þörungar eiga að fá að gæða sér á efnunum. Þá ætti það að gefa vísbendingar um hvar maður ætti að byrja. Maður spyr líka um hvert sótin fari úr díselvélinni. Þetta mun að vísa bara koma í ljós með tímanum. Manni dettur í hug oxari (fyrir sótina), hvarfakútur (fyrir nituroxíðin) og síðan eitthvað til þess að binda CO2. En þetta eru getgátur einar.
Ég veit að ég er mjög smámunasamur en Derek Palmer er ekki lífefnafræðingur, heldur lífrænn efnafræðingur (organic chemist, ekki biochemist). Og síðan er soldið af smáatriðum sem komast ekki í gegnum þýðingu og styttinguna hjá Mbl. Þannig að ég mæli frekar með fréttinni hjá Reuters.
![]() |
Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2007 | 03:28
Merkileg vinnubrögð hjá Morgunblaðinu eða Vísi
Það er stórmerkilegt að sjá að á visir.is er að finna nær alveg samhljómandi frétt um sama efni, nema hvað að hún virðist vera aðeins eldri og með vitlausum klukktímafjölda:
Svo ég spyr, hvor miðillinn er að svindla?
Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.
Stelpurnar sem heita Dagmar Rós Ríkarðsdóttir, Borghildur Sigurmundardóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru eins og gefur að skilja miklir Harry Potter aðdáendur og ætla að bíða fyrir utan búðina í 23 klukkutíma. Þær eru vel búnar svefnpokum og nesti. Dagmar Rós segir þær stöllur vera "nörda Íslands" og að þær vilji verða þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta eintakið af bókinni í hendur. Stelpurnar taka enga áhættu og eiga þær von á því að fleiri muni bætast í röðina í fyrramálið.
Svo ég spyr, hvor miðillinn er að svindla?
![]() |
Sofið fyrir utan Nexus í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)