Særum börnin

Eru blóðsútlát, fordómar og nauðganir góð fordæmi fyrir börn ?

Ef þér finnst það þá ertu á sama blaði og þessi maður hér. Hann vill nefnilega að hefðir í sumum málum eigi að skipta meira máli heldur en réttlæti. Hann er í þokkabót skólastjóri.

Nokkrir punktar:
Hún [sálgæslan] er framlenging á þeirri stoðþjónustu sem kirkjan hefur boðið sínum sóknarbörnum og er okkur mjög mikilvæg. Hún er það hlusta á og hlúa að tilfinningum, en ekki trúboð
Þessi þjónusta á þá heima í kirkjum. Ef prestarnir standa sig það illa að það þurfi að ráða aukastarfsmenn til þess að sinna þeirra störfum, rekum þá. Og hvernig í fjandanum er hægt að vera algerlega blindur á þá staðreynd að vænn hluti þessara barna er ekki kristinn, því börn hafa ekki almennt séð ekki mikla getu þegar þau eru yngri til þess að verjast trúaráróðri.

Að mati Sveinbjörns er það misskilningur að sálgæsla eigi að vera í höndum sálfræðinga því hún snúist um að rækta gildi og læra af mistökum
óókeeeeiii. Hvað var hann að reykja ?

Einnig hafi Gídeonfélagið gefið Nýja testamentið um áraraðir.
Það að Gídeonfélagið sé búið að gefa þetta um áraraðir táknar ekki að það eigi halda áfram. Heimsendaspádómar og forlagatrú á ekki heima í kennslustofu. Síðan er merkilegt að það sé verið að leyfa samtökum sem ekki líta jafn á karla og konur inn í grunnskólanna. Væri KKK hleypt inn ?

Aðspurður vill Sveinbjörn þó ekki að Kóraninum verði dreift í skólanum. "Það byggist á því að ég þekki ekki og hef ekki kynnt mér með sama hætti Múhameðstrú. Það þýðir ekki að ég treysti þeim ekki, en hér erum við auðvitað með áttatíu prósent nemenda sem tilheyra Þjóðkirkjunni."
Það er alveg greinilegt að hann hefur ekki kynnt sér þessi trúarbrögð, því hann veit ekki einu sinni hvað þau heita. Þau heita Íslam. Það að kalla þetta Múhameðstrú væri nákvæmlega eins og að kalla kristni, Matteusartrú.

P.s. þessi færsla var skrifuð í reiðum pirringi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Um að gera að vera pirraður! En hvar koma blóðsútlátin og nauðganirnar úr fyrirsögninni inn í myndina?

Kolgrima, 3.2.2007 kl. 05:57

2 Smámynd: Fræðingur

Engum öðrum stað en Biblíunni.

Fræðingur, 3.2.2007 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband