Þorir VG?

Þessi ályktun er eins og það vanti endann á henni. Samt undarlegt að flokkurinn þorir að halda úti mjög sterkri og róttækri kvenfrelsisstefnu en þorir ekki í næsta jafnréttismál.

Lag færslunnar: Grace Kelly með Mika, þetta er óhóflega kátt lag og fínt til þess að hressa upp á lífið og tilveruna, þótt stutt sé. Og ég verð að viðurkenna að söngurinn minnir mig þó nokkuð á Freddie Mercury (ég er nota bene ekki frumlegur í þessarri samlíkingu).

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega, þetta er hjal sem segir ekki neitt. Þetta er algerlega í anda þessarar heimskulegu stefnu sem er allsráðand "það er bannað að móðga fólk um trúarbrögð þeirra". Ekki það að ég vilji eitthvað sérstaklega móðga trúað fólk, en það er ótrúlegt að ég megi (samkvæmt einhverjum consensus meðal fólks) kalla einhvern hálfvita fyrir að vera kommúnisti en ekki fyrir að trúa því fyrir 1400 árum hafi einhver gaur í eyðimörkinni flogið til himna í vængjuðum hesti.

Ef einhver stjórnmálaflokkur vill eiga einhvern séns í atkvæðið mitt þá verða þeir að setja fram skýra stefnu um aðskilnað ríkis og kirkju og um að trúfélög fái engin fleiri framlög frá ríkinu. 

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 02:03

2 Smámynd: Fræðingur

Að vísu ef þú skoðar síðustu málsgreinina þá er hún mjög róttæk. Því þarna er verið að gera kröfu um að kirkjur gifti meðal annars samkynhneigða.

En það er eins og það vanti inn aðskilnað ríkis og kirkju sem er eiginlega næsta skref. En ég held að þú munir þurfa að bíða þó nokkuð eftir að stóru flokkarnir heimti aðskilnað, þótt að frjálslyndir séu búnir að setja það í stefnuskrá sína.

Fræðingur, 27.2.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband