Gott mál

Ef þetta reynist rétt þá væri kannski hægt að snúa við þessarri svakalegu þróun mála í loftslagsmála.

Það væri án efa gaman að pæla í hvernig þetta virkar. Í ljósi þess að þörungar eiga að fá að gæða sér á efnunum. Þá ætti það að gefa vísbendingar um hvar maður ætti að byrja. Maður spyr líka um hvert sótin fari úr díselvélinni. Þetta mun að vísa bara koma í ljós með tímanum. Manni dettur í hug oxari (fyrir sótina), hvarfakútur (fyrir nituroxíðin) og síðan eitthvað til þess að binda CO2. En þetta eru getgátur einar.

Ég veit að ég er mjög smámunasamur en Derek Palmer er ekki lífefnafræðingur, heldur lífrænn efnafræðingur (organic chemist, ekki biochemist). Og síðan er soldið af smáatriðum sem komast ekki í gegnum þýðingu og styttinguna hjá Mbl. Þannig að ég mæli frekar með fréttinni hjá Reuters.
mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætli hljótist mikil mengun af framleiðslu þessara kúta sem þarf að skipta um í hvert skipti sem fyllt er á tankinn?

Gulli (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 08:24

2 identicon

Nú, eða þá einfaldlega að keyra um á bílum sem láta ekkert af þessum efnum út í andrúmsloftið. Það er ekki eins og rafmagnsbílar séu ekki til.

Bragi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 13:06

3 Smámynd: Fræðingur

Re: Gulli

Það er nefnilega ein af stóru spurningunum sem ekki verður hægt að svara fyrr en við fáum að vita hvernig græni kassinn virkar. Það gæti nefnilega vel verið að þetta séu endurnýtanleg efni sem auðvelt er að losa koltvísýringinn frá.

Re:Bragi

Það er nokkrar ástæður af hverju ekki er talað mikið um rafmagnsbíla. Batteríin hafa takmarkaða endingu. Það tekur dágóðan tíma að hlaða rafhlöðurnar (svo að þú getur ekki fyllt tankinn eins hæglega og þú getur með bensín/díselbíl). Og síðan er fjarlægðin sem þú getur ekið ekki svo löng (~200km, síðast þegar ég vissi).

Síðan má ekki gleyma hlutum eins og það að rafhlöður virka verr í kulda þannig að það gæti verið skondið að vera með rafmagnsbíl hér á landi ;). En það verður bara að koma í ljós hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fræðingur, 20.7.2007 kl. 13:34

4 identicon

Sæll.

Það var ekki að ástæðulausu að ég minntist á rafmagnsbílana. Fyrirtæki mitt er nefnilega búið að ganga frá samningum um að flytja inn fólksbíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Drægið er reyndar mun styttra en þú talar um, enda stóru raf-sportbílarnir sem drífa þetta langt rándýrir.

Rafmagnsbílarnir sem eru á götunum í t.d. Bretlandi og Noregi eru eingöngu hugsaðir sem innanbæjarbílar, enda hámarkshraðinn og drægið ekki hugsað fyrir utanbæjarakstur. Hinsvegar kemur það ekki að sök fyrir venjulegan Reykvíking, því meðalmaðurinn og -konan keyrir 30km vegalengd á dag og yfileitt ekki meira en 5km í einu.

Varðandi kuldann hefur Reva bílunum verið breytt í Noregi þannig að þeir þola norskar kuldahörkur (og ættu þar af leiðandi að fara létt með þær íslensku).

Nánari upplýsingar á www.perlukafarinn.is/reva .

Bragi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 14:19

5 Smámynd: Fræðingur

Varðandi kuldaþolið, næst full nýting á rafhlöðunni þrátt fyrir lágt ytra hitastig? Og hvað kostar svona gripur?

Fræðingur, 20.7.2007 kl. 14:57

6 identicon

Sæll. Ég fer að endurþjálfast í grunnskólastærðfræðinni af allri þessari samlagningu í ruslpóstvörninni (-:

Það er háð ýmsum ytri skilyrðum hver nýtingin á rafhlöðunni er. Skv. reynslu í Bretlandi er í raun ekki hægt að *treysta* á nema 40km drægi. Það er þá við verstu skilyrði, "glæfralegan" akstur og svo framvegis.

"DeLuxe" útgáfan kostar 1.990.000 með öllum gjöldum en "Standard" útgáfan eitthvað minna. Það sem vantar í Standard útgáfuna eru t.d. mottur, útvarp, díselforhitari fyrir vélina. Síðan kemur DeLuxe útgáfan aukalega með leðursætum og fleira fíneríi. 

Bragi (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:18

7 identicon

Re: Fræðingur
Hvernig sem kassinn virkar eða úr hverju sem hann er gerður þarf að framleiða hann og til þess þarf væntanlega orku (nema þeir hafi leyst það vandamál í leiðinni) og eins og staðan er í dag er stærstur hluti raforku heimsins framleiddur með olíu eða kolum þannig að mengunin verður líklega töluverð þegar fara á að framleiða svona kassa í milljarðatali. Svo maður tali nú ekki um flutninginn á herlegheitunum þvers og kruss um heiminn. Finnst nú einhvern veginn eins og að þetta gæti komið út sem þó nokkur sóun á peningum fyrir nákvæmlega ekki neitt.

Gulli (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 21:33

8 Smámynd: Fræðingur

Já, hinsvegar þá er ekkert sem er að stoppa þá af í því að búa til svona kassa fyrir raforkuverin sjálf, ásamt flest öllum þungaiðnaði. Það er meira að segja talað um það í frétt Reuters sem ég vísa í.

Það er bara vonandi að afkastageta boxanna skalist almennilega þannig að það sé hægt.

En það er alveg hárrétt að það þarf að skola heildaráhrifin, ekki bara að pikka út einn þátt jöfnunnar, þ.e. bílana.

Fræðingur, 22.7.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband