Hryllingur, saklaust fólk náðað!

Stjórnmál eiga það til að vera ósköp bjánaleg, eins og þetta mál sannar. Ég tel allaveganna mjög óhugnalegt að dæma fólk til refsingar þegar að sönnunargögnin segja að þau séu saklaus. En svona er pólitíkin. Það er oft þægilegra að fá sér eitt stykki blóraböggul heldur en að fást við vandann.

En ég mæli með seinustu bloggfærslu um þetta mál.
mbl.is Líbýumenn mótmæla náðun hjúkrunarfólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tripólí hjálparstarfsmönnunum sleppt

5 búlgörskum hjúkrunarfræðingum og einum palestínskum lækni hefur núna verið sleppt úr haldi. Þessi hópur hefur verið í fangelsi síðast liðin átta og hálft ár. Þeim var gert að sök að hafa vísvitandi smitað hóp líbýskra barna af alnæmi. Þau fengu lífstíðardóm en eftir miklar pólítískar umræður milli Búlgaríu og Líbýu, þar sem Evrópusambandið hjálpaði, þá fengu þau að fara til Búlgaríu til þess að afplána dómnum þar. Þau voru náðuð af forseta Búlgaríu við komuna þangað, þannig að þau eru frjáls.

Á meðan þau voru í haldi, þá hafa meðal verið pyntuð og einhverjum konunum verið nauðgað. Allt út af því að þau voru hentugir blórabögglar. Vandinn er sá að stofninn af HIV veirunni sem börnin eru smituð af er frá því fyrir komu þeirra í Líbýu (sjá hér). Svo að þau eru einfaldlega saklaus af þessum glæp.

Frétt BBC af frelsun þeirra og frétt NYTimes. Hérna er líka yfirlit yfir málið af Effect Measure, sem er blog á Scienceblogs.com (sem er síða sem ég mæli eindregið með). Síðan er náttúrulega Declan Butler sem er fréttamaður hjá Nature, sem náði að koma þessu máli í fjölmiðla og skapa þannig þrýsting á vestræn stjórnvöld til þess að hjálpa til við lausn málsins.

Sannleikur dagsins

Of course, he's in the organometallic chemistry world, a strange hybrid territory inhabited by people who have really good glove boxes, but who still don't mind seeing their compounds burst into flame now and then.

via In the Pipeline

Sjónarhorn efasemdamannsins

Andstæða steingeitarinnar er krabbinn. Svo ef eitthvað lægi á bakvið stjörnuspeki, þá ætti ökumenn sem fæddir eru í krabbanum að vera öruggari ökumenn heldur en steingeitur. En það er ekkert minnst á að einhver hópur sé betri en restin. Þannig að þetta hljómar ósköp mikið eins og tölfræðigaldrar.

En ef við leikum okkur að reyna að finna orsök fyrir fylgninni. Þau sem fæðast inn í þetta stjörnumerki, eru fædd frá 21. des. til 20. jan. Á þessu tímabili er sól stutt á lofti og einnig eru akstursskilyrði slæm. Þannig að á þessum tíma eru kjöraðstæður fyrir nýja ökumenn til þess að fara sér að voða. Það væri náttúrulega sniðugt að skoða þetta þá í Ástralíu þar sem þessi vandi ætti ekki að koma upp.

En síðan verður maður að spyrja sig, af hverju endilega 21. des til 20. jan, af hverju ekki 20. des til 19. jan? Gæti ekki verið aðeins hærri slysatíðni hjá þeim hópi? Mér dettur nefnilega í hug að það hafi ekki verið prófuð nein önnur tímabil heldur en akkúrat stjörnumerkin, þar sem það virðist vera forsenda hjá þeim sem gerðu rannsóknina að þessi tíma bil séu spes.

Ég mæli allaveganna með aðeins gagnrýnni umfjöllun um stjörnuspeki heldur en kemur fram í Morgunblaðinu. Það er líka spurning hvort einhver hagsmunaárekstur sé hjá Mbl.
mbl.is Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrt

Ethylene glycol (EG) er ódýrara en glycerol. Það er eina ástæða þess að EG er skipt út fyrir glycerol. Efnin hafa svipaða efnaeiginleika, en þegar líkaminn brýtur EG niður þá færðu oxalsýru. Oxalsýran fellur út sem nýrnasteinar og eyðileggur nýrun. Svo það er ekki þægilegt að fórnarlamb á altari sparnaðs.

Ég minntist á það í þessarri færslu að það er ekki svo flókið að koma í veg fyrir svona hluti, ef viljinn er fyrir hendi.

P.s. Glýceról er ekki bara sætuefni, það mýkir húðina, eykur rakadrægni hennar og getur verið notað sem leysir. Þannig að það er ekki notað að ástæðulausu.
mbl.is Efni í frostlög selt sem sætuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barist gegn konum?

Bóluefni og kynjapólítík. Ekki alveg það sem margur myndi tengja saman. En allt í einu er komið bóluefni sem hið gamla góða karlaveldi berst gegn, að vísu í Bandaríkjunum en það verður áhugavert að sjá hvernig þetta verður tæklað í Evrópu.

Ástæða þess, að barist er gegn þessu bóluefni í Bandaríkjunum, er sú að til þess að gulltryggja virkni bóluefnisins þá þarf helst að bólusetja áður en stúlkan byrjar að stunda kynlíf. Enda er þetta bólusetning gegn ákveðnum stofnum kynsjúkdóms. Það fer þó nokkuð fyrir brjóstið á samtökum sem tala fyrir hönd íhaldssamra foreldra í USA.

Síðan má ekki gleyma því að sumir af þessum hópum telja líklegra að stelpur stundi meira kynlíf ef þær fá þetta bóluefni sem er náttúrulega hrein illska í huga þeirra :P. Auðvitað er litið framhjá því að það eru tveir aðilar í hjónabandi, þannig að hinn aðilinn, hvort sem það er karl eða kona, gæti smitað manneskju sem lifði skírlífi fram að hjónabandi og héldi aldrei framhjá.

Þetta er náttúrulega ekki einfalt mál og ég er örugglega að ofeinfalda málið, svo kynnið ykkur þetta frekar. T.d. hjá Scientific Activist
mbl.is Bóluefni gegn leghálskrabbameini fær samþykki Evrópsku lyfjastofnunarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frostlögstannkrem

Kínverskum yfirvöldum kann að finnast það vera sleggjudómar að umfjöllun sé gagnrýnin á Vesturlöndum í þessu máli. Það gæti tengst fjöldanum öllum af gæludýrum sem talið er að hafi látist vegna melamin-eitrunar. En það er fleiri hættulegir hlutir tengdir kínverskri efnaframleiðslu.

Mynduð þið vilja tannbursta ykkur með frostlög? Eitt af aðalefnunum sem er notað í frostlög heitir ethylene glycol og það hefur borið á því í glycerine sem er notað meðal annars í tannkrem. Það er náttúrulega stórhættulegt þar sem ethylene glycol getur valdið dauða með því að búa til nýrnasteina (kalsíum oxalat kristallar falla út í nýrunum). Það er víst tiltölulega auðvelt að setja upp eftirlit í verksmiðjum sem fylgist með akkúrat þessu efni. Það þarf varla meira heldur en IR-græju og tölvu.

Þetta táknar að efnaiðnaður er byrjaður að vara sig svolítið á kínverskri framleiðslu, sem er náttúrulega mjög slæmt fyrir land sem er að reyna að byggja upp stóran iðnað á því sviði. Bandarískir framleiðendur eru víst byrjaðir að skoða lífdíselframleiðslu (biodiesel) þar sem efnahvörfin sem eru notuð til þess að búa til eldsneytið úr fitu mynda glycerine sem á að vera laust við ethylene glycol. Þannig að framleiðsla á lífdísel gæti orðið til þess að Kína missi frá sér þessa framleiðslu.
mbl.is Kínverjar gagnrýna fjölmiðla fyrir sleggjudóma í matvælamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Ef þetta reynist rétt þá væri kannski hægt að snúa við þessarri svakalegu þróun mála í loftslagsmála.

Það væri án efa gaman að pæla í hvernig þetta virkar. Í ljósi þess að þörungar eiga að fá að gæða sér á efnunum. Þá ætti það að gefa vísbendingar um hvar maður ætti að byrja. Maður spyr líka um hvert sótin fari úr díselvélinni. Þetta mun að vísa bara koma í ljós með tímanum. Manni dettur í hug oxari (fyrir sótina), hvarfakútur (fyrir nituroxíðin) og síðan eitthvað til þess að binda CO2. En þetta eru getgátur einar.

Ég veit að ég er mjög smámunasamur en Derek Palmer er ekki lífefnafræðingur, heldur lífrænn efnafræðingur (organic chemist, ekki biochemist). Og síðan er soldið af smáatriðum sem komast ekki í gegnum þýðingu og styttinguna hjá Mbl. Þannig að ég mæli frekar með fréttinni hjá Reuters.
mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg vinnubrögð hjá Morgunblaðinu eða Vísi

Það er stórmerkilegt að sjá að á visir.is er að finna nær alveg samhljómandi frétt um sama efni, nema hvað að hún virðist vera aðeins eldri og með vitlausum klukktímafjölda:
Þrjár 17 ára stúlkur eru búnar að koma sér fyrir fyrir utan verslunina Nexus á Hverfisgötu og ætla að vera fyrstar til að kaupa nýjustu Harry Potter bókina. Byrjað verður að selja bókina klukkan 23:01 annað kvöld.

Stelpurnar sem heita Dagmar Rós Ríkarðsdóttir, Borghildur Sigurmundardóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir eru eins og gefur að skilja miklir Harry Potter aðdáendur og ætla að bíða fyrir utan búðina í 23 klukkutíma. Þær eru vel búnar svefnpokum og nesti. Dagmar Rós segir þær stöllur vera "nörda Íslands" og að þær vilji verða þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrsta eintakið af bókinni í hendur. Stelpurnar taka enga áhættu og eiga þær von á því að fleiri muni bætast í röðina í fyrramálið.


Svo ég spyr, hvor miðillinn er að svindla?
mbl.is Sofið fyrir utan Nexus í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og melludólgurinn er...?

Á Íslandi er víst vændi orðið löglegt, nema þá að þú sért þriðji aðili og græði á því. Þannig að ef við finnum melludólginn fyrir þessa vændiskonu, þá er hægt að kæra þann aðila. Það væri væntanlega fylgdarþjónustan í þessu tilviki eða hvað?

Hvað með heimasíðurnar private.is og einkamal.is, þær eru (væntanlega) reknar með hagnaði. Og voru að auglýsa þessa kærleiksþjónustu rússnesku konunnar. Eru eigendur síðunnar kannski ekkert annað en stafrænir melludólgar?

Æji, ég leyfi mér að efast um að þetta muni nokkurn tímann gerast, en þangað til er þetta skemmtileg pæling.

P.s. fyrst að sumarblogghvíldin er búin, þá verður maður greinilega að uppfæra oftar.
mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband