8.2.2007 | 16:34
Sköpunin og raunveruleikinn
Það er ekki gaman að fréttum eins og þessari hér. Í hinni svokölluðu vöggu mannkynsin, Kenýa, er byrjað verða vart við mikla veruleikafirringu. Þetta er sköpunartrúin, nánar tiltekið höfnun á einhverri af sterkustu vísindakenningum samtímans, þróunarkenningin. Í þessu tilviki er verið að tala um kristna evangelíska bókstafstrú (ekki ósvipað bandarískum predikurum eins og Ted Haggard).
Það er óneitanlega dapurlegt að það þurfi sérstaka öryggisgæslu til þess að vernda steingervinga forvera mannkynsins.
Það er óneitanlega dapurlegt að það þurfi sérstaka öryggisgæslu til þess að vernda steingervinga forvera mannkynsins.
8.2.2007 | 16:19
Rótin að öllum nöfnum
Af hverju eru tæknifréttir oft svona efnislitlar? Hérna er nefnilega sagt að það hafi verið ráðist á innviði netsins en ekkert meir. Hið raunverulega í stöðunni er það að 3 af 13 rótarnafnaþjónum netsins duttu út. En hvað hefði gerst ef allir 13 hefðu dottið út?
Eitt er víst, netið hefði ekki dottið út, hinsvegar þá hefði það orðið ónothæft fyrir flesta notendur þess. En hvað gera nafnaþjónar. Þeir breyta nöfnum í heimilisföng. Þetta er eins það að mbl.is hefur internet-heimilisfangið 193.4.96.21. Þið getið prófað að slá inn þessarri tölu í staðinn fyrir mbl.is í vafranum. En rótarnafnaþjónar eru nafnaþjónar fyrir nafnaþjónana, því ef nafnaþjónn veit ekkert hvað hann á að leita að upplýsingum um lén þá spyr hann rótina.
En allaveganna hérna er frétt um þetta frá AP sem er umtalsvert skárri. En maður verður allaveganna að vona að þessir netþjónar riði ekki til falls þótt moggabloggið megi nú alveg gera það.
Eitt er víst, netið hefði ekki dottið út, hinsvegar þá hefði það orðið ónothæft fyrir flesta notendur þess. En hvað gera nafnaþjónar. Þeir breyta nöfnum í heimilisföng. Þetta er eins það að mbl.is hefur internet-heimilisfangið 193.4.96.21. Þið getið prófað að slá inn þessarri tölu í staðinn fyrir mbl.is í vafranum. En rótarnafnaþjónar eru nafnaþjónar fyrir nafnaþjónana, því ef nafnaþjónn veit ekkert hvað hann á að leita að upplýsingum um lén þá spyr hann rótina.
En allaveganna hérna er frétt um þetta frá AP sem er umtalsvert skárri. En maður verður allaveganna að vona að þessir netþjónar riði ekki til falls þótt moggabloggið megi nú alveg gera það.
![]() |
Umfangsmikil tölvuárás hægði á netumferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2007 | 03:37
Gróðurhúsa(ó)vísindi
Ég sem hélt að vísindamenn ættu að vera mun dýrari en 700 þúsund krónur. En það er upphæðin sem er boðin í staðinn fyrir að skrifa grein þar sem þú efast um gróðurhúsaáhrifin (bara fyrir vísindamenn;) ). Því fleiri greinar sem eru í efast-staflanum á borðum pólitíkusa, því líklegra er að þeir bregðist ekki við gróðurhúsaáhrifunum.
Þetta er náttúrulega í viðbót við þá staðreynd að bandarískt stjórnvöld (reyndar eiginlega bara Hvíta Húsið) hafa verið að reyna að stoppa vísindagreinar hjá NASA og fleiri stofnunum. Dæmi er náttúrulega James Hansen sem er ritskoðaður af stjórnvöldum.
Ímyndið ykkur samt það að reyna að skrifa greinar um heimsfræði (cosmology) þar sem yfirmaður þinn (settur í embætti af stjórnvöldum) myndi banna þér að skrifa orðið Miklihvellur vegna þess að hann er hallur undir ung-jarðar sköpunartrú. Ætli útkoman yrði ekki svipuð ?
Þetta er náttúrulega í viðbót við þá staðreynd að bandarískt stjórnvöld (reyndar eiginlega bara Hvíta Húsið) hafa verið að reyna að stoppa vísindagreinar hjá NASA og fleiri stofnunum. Dæmi er náttúrulega James Hansen sem er ritskoðaður af stjórnvöldum.
Ímyndið ykkur samt það að reyna að skrifa greinar um heimsfræði (cosmology) þar sem yfirmaður þinn (settur í embætti af stjórnvöldum) myndi banna þér að skrifa orðið Miklihvellur vegna þess að hann er hallur undir ung-jarðar sköpunartrú. Ætli útkoman yrði ekki svipuð ?
7.2.2007 | 00:01
Ósvífnir dómarar
Að þessir dómarar vogi sér að banna lögreglunni í Þýskalandi að brjótast inn á tölvur hjá fólki. Þetta er reginhneyksli, ætli þeir banni þá næst lögreglunni að brjótast inn á heimili og fara í gegnum alla innanstokksmuni.
Ætli þeir muni samt ekki bara dæma moggabloggið úr leik?
Ætli þeir muni samt ekki bara dæma moggabloggið úr leik?
![]() |
Þýskri lögreglu meinað að leita upplýsinga með hjálp tölvuveira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2007 | 17:05
Kjósið helvítin ykkar!
Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf. Ég er samt einna hrifnastur af því að skila inn auðu, því að ekkert höfðar til mín af þessum framboðum.
![]() |
Oft dræm kjörsókn í Háskólanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2007 | 02:43
Heilsufaraldurinn
Ímyndið ykkur, hvað ef heilsuboðskapurinn sem við rekumst á í fjölmiðlum á næstum því hverjum degi væri skaðlegur og í þokkabót rangur!
Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?
Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.
Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?
Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.
4.2.2007 | 16:27
Náttúrulegt er ekki aukaverkanalaust
Þetta hér er gífurlega áhugaverður pistill um hvaða áhrif lofnarblóm (e. lavender) og te trjáa olía (e. tea tree oil) geta haft á stráka. Þessi efni sem fyrirfinnast iðulega í sjampóum og fullt af hreinlætisvörum, geta haft þau áhrif að estrógen myndun eykst og androgen minnki, þannig að strákar geta fengið brjóst.
Ég þori næstum því að fullyrða að á næstu árum muni koma vörur sem muni segja að þær geti aukið brjóstastærð kvenna með þessum efnum.
Ég þori næstum því að fullyrða að á næstu árum muni koma vörur sem muni segja að þær geti aukið brjóstastærð kvenna með þessum efnum.
3.2.2007 | 02:45
Særum börnin
Eru blóðsútlát, fordómar og nauðganir góð fordæmi fyrir börn ?
Ef þér finnst það þá ertu á sama blaði og þessi maður hér. Hann vill nefnilega að hefðir í sumum málum eigi að skipta meira máli heldur en réttlæti. Hann er í þokkabót skólastjóri.
Nokkrir punktar: Þessi þjónusta á þá heima í kirkjum. Ef prestarnir standa sig það illa að það þurfi að ráða aukastarfsmenn til þess að sinna þeirra störfum, rekum þá. Og hvernig í fjandanum er hægt að vera algerlega blindur á þá staðreynd að vænn hluti þessara barna er ekki kristinn, því börn hafa ekki almennt séð ekki mikla getu þegar þau eru yngri til þess að verjast trúaráróðri.
óókeeeeiii. Hvað var hann að reykja ?
Það að Gídeonfélagið sé búið að gefa þetta um áraraðir táknar ekki að það eigi halda áfram. Heimsendaspádómar og forlagatrú á ekki heima í kennslustofu. Síðan er merkilegt að það sé verið að leyfa samtökum sem ekki líta jafn á karla og konur inn í grunnskólanna. Væri KKK hleypt inn ?
Það er alveg greinilegt að hann hefur ekki kynnt sér þessi trúarbrögð, því hann veit ekki einu sinni hvað þau heita. Þau heita Íslam. Það að kalla þetta Múhameðstrú væri nákvæmlega eins og að kalla kristni, Matteusartrú.
P.s. þessi færsla var skrifuð í reiðum pirringi.
Ef þér finnst það þá ertu á sama blaði og þessi maður hér. Hann vill nefnilega að hefðir í sumum málum eigi að skipta meira máli heldur en réttlæti. Hann er í þokkabót skólastjóri.
Nokkrir punktar:
Hún [sálgæslan] er framlenging á þeirri stoðþjónustu sem kirkjan hefur boðið sínum sóknarbörnum og er okkur mjög mikilvæg. Hún er það hlusta á og hlúa að tilfinningum, en ekki trúboð
Að mati Sveinbjörns er það misskilningur að sálgæsla eigi að vera í höndum sálfræðinga því hún snúist um að rækta gildi og læra af mistökum
Einnig hafi Gídeonfélagið gefið Nýja testamentið um áraraðir.
Aðspurður vill Sveinbjörn þó ekki að Kóraninum verði dreift í skólanum. "Það byggist á því að ég þekki ekki og hef ekki kynnt mér með sama hætti Múhameðstrú. Það þýðir ekki að ég treysti þeim ekki, en hér erum við auðvitað með áttatíu prósent nemenda sem tilheyra Þjóðkirkjunni."
P.s. þessi færsla var skrifuð í reiðum pirringi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 13:29
Miðill = svikahrappur ?
Ég mæli með þessarri hér grein um besta miðil Íslands Maríu Sigurðardóttir. Hún María virðist ekki virðist samt ekki vera ógurlega góð.
2.2.2007 | 01:57
Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús, 3. hluti
Ég var að skoða meira af heilsutrúboðsbæklingi Heilsuhússins. Það er svo mikið af rugli að ég nenni ekki að taka fyrir meira að bili. En fyrir áhugasama þá má finna vöru sem inniheldur marrókóskan sand sem er að slagast upp í það að vera þúsundfalt eldi en alheimurinn.
Nokkrir punktar samt fyrst sem vert er að hafa í huga:
Udo Erasmus er ekki málið, þrátt fyrir að vera í tísku.
Vísindamenn segja er hentug aðferð til þess að segja eitthvað órökstutt kjaftæði og vísa í yfirvald í leiðinni. Það á alltaf að vísa í hvaða vísindamenn sérstaklega þegar er tekið stórt upp í sig eins En ljúkum þessu með gullmola (feitletrun mín):
Nokkrir punktar samt fyrst sem vert er að hafa í huga:
Udo Erasmus er ekki málið, þrátt fyrir að vera í tísku.
Vísindamenn segja er hentug aðferð til þess að segja eitthvað órökstutt kjaftæði og vísa í yfirvald í leiðinni. Það á alltaf að vísa í hvaða vísindamenn sérstaklega þegar er tekið stórt upp í sig eins
Það er vísindalega sannað að hin fullkomna 2 á móti 1 blanda af Omega 3 og 6 lífsnauðsynlegum fitusýrum minnkar hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, eykur þol og þrótt og almenna heilsu og lífsgæði.
Í þessu tilliti má benda á að margar vísindalegar rannsóknir hafa staðfest að til þess að vítamín og steinefni nýtist líkamanum verði þau að vera unnin úr fæðu, þ.e. þau verða að vera náttúruleg. Líkaminn skilur ekki kemískt unnin vítamín og steinefni og afgreiðir þau sem eiturefni. Sum þessarar kemísku efna ná vissulega í gegn og frásogast en líkaminn þarf þá að greiða fyrir þau dýru verði með notkun dýrmætar orku og ensíma. Þetta þýðir með öðrum orðum að lífrænt ræktaðar jurtir eru albesta uppspretta vítamína, steinefna og snefilefna sem um getur