5.2.2007 | 02:43
Heilsufaraldurinn
Ímyndið ykkur, hvað ef heilsuboðskapurinn sem við rekumst á í fjölmiðlum á næstum því hverjum degi væri skaðlegur og í þokkabót rangur!
Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?
Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.
Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?
Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.
4.2.2007 | 16:27
Náttúrulegt er ekki aukaverkanalaust
Þetta hér er gífurlega áhugaverður pistill um hvaða áhrif lofnarblóm (e. lavender) og te trjáa olía (e. tea tree oil) geta haft á stráka. Þessi efni sem fyrirfinnast iðulega í sjampóum og fullt af hreinlætisvörum, geta haft þau áhrif að estrógen myndun eykst og androgen minnki, þannig að strákar geta fengið brjóst.
Ég þori næstum því að fullyrða að á næstu árum muni koma vörur sem muni segja að þær geti aukið brjóstastærð kvenna með þessum efnum.
Ég þori næstum því að fullyrða að á næstu árum muni koma vörur sem muni segja að þær geti aukið brjóstastærð kvenna með þessum efnum.
3.2.2007 | 02:45
Særum börnin
Eru blóðsútlát, fordómar og nauðganir góð fordæmi fyrir börn ?
Ef þér finnst það þá ertu á sama blaði og þessi maður hér. Hann vill nefnilega að hefðir í sumum málum eigi að skipta meira máli heldur en réttlæti. Hann er í þokkabót skólastjóri.
Nokkrir punktar: Þessi þjónusta á þá heima í kirkjum. Ef prestarnir standa sig það illa að það þurfi að ráða aukastarfsmenn til þess að sinna þeirra störfum, rekum þá. Og hvernig í fjandanum er hægt að vera algerlega blindur á þá staðreynd að vænn hluti þessara barna er ekki kristinn, því börn hafa ekki almennt séð ekki mikla getu þegar þau eru yngri til þess að verjast trúaráróðri.
óókeeeeiii. Hvað var hann að reykja ?
Það að Gídeonfélagið sé búið að gefa þetta um áraraðir táknar ekki að það eigi halda áfram. Heimsendaspádómar og forlagatrú á ekki heima í kennslustofu. Síðan er merkilegt að það sé verið að leyfa samtökum sem ekki líta jafn á karla og konur inn í grunnskólanna. Væri KKK hleypt inn ?
Það er alveg greinilegt að hann hefur ekki kynnt sér þessi trúarbrögð, því hann veit ekki einu sinni hvað þau heita. Þau heita Íslam. Það að kalla þetta Múhameðstrú væri nákvæmlega eins og að kalla kristni, Matteusartrú.
P.s. þessi færsla var skrifuð í reiðum pirringi.
Ef þér finnst það þá ertu á sama blaði og þessi maður hér. Hann vill nefnilega að hefðir í sumum málum eigi að skipta meira máli heldur en réttlæti. Hann er í þokkabót skólastjóri.
Nokkrir punktar:
Hún [sálgæslan] er framlenging á þeirri stoðþjónustu sem kirkjan hefur boðið sínum sóknarbörnum og er okkur mjög mikilvæg. Hún er það hlusta á og hlúa að tilfinningum, en ekki trúboð
Að mati Sveinbjörns er það misskilningur að sálgæsla eigi að vera í höndum sálfræðinga því hún snúist um að rækta gildi og læra af mistökum
Einnig hafi Gídeonfélagið gefið Nýja testamentið um áraraðir.
Aðspurður vill Sveinbjörn þó ekki að Kóraninum verði dreift í skólanum. "Það byggist á því að ég þekki ekki og hef ekki kynnt mér með sama hætti Múhameðstrú. Það þýðir ekki að ég treysti þeim ekki, en hér erum við auðvitað með áttatíu prósent nemenda sem tilheyra Þjóðkirkjunni."
P.s. þessi færsla var skrifuð í reiðum pirringi.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.2.2007 | 13:29
Miðill = svikahrappur ?
Ég mæli með þessarri hér grein um besta miðil Íslands Maríu Sigurðardóttir. Hún María virðist ekki virðist samt ekki vera ógurlega góð.
2.2.2007 | 01:57
Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús, 3. hluti
Ég var að skoða meira af heilsutrúboðsbæklingi Heilsuhússins. Það er svo mikið af rugli að ég nenni ekki að taka fyrir meira að bili. En fyrir áhugasama þá má finna vöru sem inniheldur marrókóskan sand sem er að slagast upp í það að vera þúsundfalt eldi en alheimurinn.
Nokkrir punktar samt fyrst sem vert er að hafa í huga:
Udo Erasmus er ekki málið, þrátt fyrir að vera í tísku.
Vísindamenn segja er hentug aðferð til þess að segja eitthvað órökstutt kjaftæði og vísa í yfirvald í leiðinni. Það á alltaf að vísa í hvaða vísindamenn sérstaklega þegar er tekið stórt upp í sig eins En ljúkum þessu með gullmola (feitletrun mín):
Nokkrir punktar samt fyrst sem vert er að hafa í huga:
Udo Erasmus er ekki málið, þrátt fyrir að vera í tísku.
Vísindamenn segja er hentug aðferð til þess að segja eitthvað órökstutt kjaftæði og vísa í yfirvald í leiðinni. Það á alltaf að vísa í hvaða vísindamenn sérstaklega þegar er tekið stórt upp í sig eins
Það er vísindalega sannað að hin fullkomna 2 á móti 1 blanda af Omega 3 og 6 lífsnauðsynlegum fitusýrum minnkar hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum, eykur þol og þrótt og almenna heilsu og lífsgæði.
Í þessu tilliti má benda á að margar vísindalegar rannsóknir hafa staðfest að til þess að vítamín og steinefni nýtist líkamanum verði þau að vera unnin úr fæðu, þ.e. þau verða að vera náttúruleg. Líkaminn skilur ekki kemískt unnin vítamín og steinefni og afgreiðir þau sem eiturefni. Sum þessarar kemísku efna ná vissulega í gegn og frásogast en líkaminn þarf þá að greiða fyrir þau dýru verði með notkun dýrmætar orku og ensíma. Þetta þýðir með öðrum orðum að lífrænt ræktaðar jurtir eru albesta uppspretta vítamína, steinefna og snefilefna sem um getur
31.1.2007 | 01:05
Tala fréttamenn ekki saman ?
Á bls. 6 í aukablaðinu um heilsu í fréttablaðinu í dag(pdf) er að finna stutta frétt um það að töfrakúrar virka ekki. Það sem fréttin segir í stuttu máli er, ef þú vilt grenna þig, þá geturðu minnkað hversu mikið af hitaeiningum þú innbyrðir eða aukið hve mikið þú brennir. Á sömu opnu er þykjustu-næringarfræðingurinn (ekki með próf í því, heldur í næringarþerapíu, sem er gervivísindagrein) Þorbjörg Hafsteinsdóttir að tala um sykurpúka og fitupúka og nauðsyn þess að sleppa sykrinum úr mataræðinu.
Ég hlýt að vera eitthvað undarlegur, mér finnst mikið ósamræmi milli fréttarinnar og auglýsinga-viðtalsins þar sem er komið með enn eina patent-lausn. Margir myndu án efa hlæja mikið ef það ein frétt þar sem fullyrt væri að evran væri orsök verðbólgunnar á Íslandi (kæmi náttúrulega frá einhverjum sem kynni ekkert í hagfræði) og síðan kæmi önnur frétt frá helstu sérfræðingum heims um gjaldeyrismál sem segði að þetta væri sjálfsskapavíti Íslands.
Ég fór og elti upp skólann sem hún Þorbjörg var í, Institut for Optimal Næring, það er nokkuð ljóst að námið er ekki byggt á vísindum þegar smáskammtalækningum er gert hátt undir höfði (hérna er rosalega góð grein sem rífur þá hjáfræði í tætlur).
Og að lokum legg ég til að moggabloggarar sameinist í bölbænum gegn moggablogginu. Af hverju? Þið verðið að svara því sjálf.
Ég hlýt að vera eitthvað undarlegur, mér finnst mikið ósamræmi milli fréttarinnar og auglýsinga-viðtalsins þar sem er komið með enn eina patent-lausn. Margir myndu án efa hlæja mikið ef það ein frétt þar sem fullyrt væri að evran væri orsök verðbólgunnar á Íslandi (kæmi náttúrulega frá einhverjum sem kynni ekkert í hagfræði) og síðan kæmi önnur frétt frá helstu sérfræðingum heims um gjaldeyrismál sem segði að þetta væri sjálfsskapavíti Íslands.
Ég fór og elti upp skólann sem hún Þorbjörg var í, Institut for Optimal Næring, það er nokkuð ljóst að námið er ekki byggt á vísindum þegar smáskammtalækningum er gert hátt undir höfði (hérna er rosalega góð grein sem rífur þá hjáfræði í tætlur).
Og að lokum legg ég til að moggabloggarar sameinist í bölbænum gegn moggablogginu. Af hverju? Þið verðið að svara því sjálf.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.1.2007 | 02:28
Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús, 2. hluti
Þá er komið að meira umfjöllun um skemmtiritið frá Heilsuhúsinu. Þarna er klassískt dæmi um hvernig stokkið er til eftir að tilraunir byrja að lofa góðu. Rannsóknirnar á Kan Jang lofa enn svo komið er góð þó þær séu greinilega ennþá stutt komnar. Það væri líka sniðugt að leyfa vísindunum að klára frumrannsóknirnar áður en sölumennskan byrjar. En það sem er verst í þeirri grein er Það er hálfvitaskapur að koma með svona fullyrðingar. Argumentum ad populum er ótrúlega vond rökvilla í þessum málum því staðreyndin er sú að það sem er vinsælt þarf ekkert endilega að virka.
Því næst eru vörurnar frá Spunk Jansen sem heita Feminine og Masculine. Þar er notuð planta sem hefur verið notuð, að þeirra sögn, í árþúsundir (nota sem betur fer ekki orðið þúsöld) til þess að meðhöndla vanda í ástalífinu. Þetta er náttúrulega mjög gott dæmi um hefðarrökvillu. Það að hlutur hafi verið lengi notaður táknar ekki að hann virkar, bara það að hann er ekki svo líklegur til þess drepa fólk.
Síðan er nokkuð ljóst að þetta fyrirtæki er ekki heiðarlegt. Það notar nefnilega alræmda brellu úr snyrtivöruiðnaðinum. Tilraunin sem notuð er til þess að sýna fram á að þetta virkar er með mjög litlum hóp einstaklinga (feminine 60 og masculine 85) og hún er ekki tvíblind. Þetta táknar það að ef þú færð lélega niðurstöður, þá er ódýrt að endurtaka niðurstöðurnar og vonast eftir betri útreið. Síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er verið að gefa fólki lyf og það er mjög líklegt að confirmation bias og lyfleysuáhrif muni spila sterkt inn í niðurstöður.
Á blaðsíðu þrjú kemur inn ein af bjánalegustu goðsögnum heilsuheimsins, afeitrunin. Auðvitað eru allir hlutir til sölu hjá Heilsuhúsinu. Það er týpískt að sjá það að fólk á að vera fullt af eiturefnum þegar raunin er sú að nýru og lifur höndla þessa hluti alveg. Hérna er eilítil meiri umfjöllun. Það er líka mjög fyndið að sjá hvaða hlutir eiga að vera þess valdandi að þú ættir að fara í hreinsikúr, listinn gildir um vænan hluta af öllu nútíma líferni. Það mætti halda að þetta fólk væri á móti öllu nútíma þjóðfélagi.
Síðan kemur auglýsing frá Puritan's pride, sem er allsérstakt nafn. Í ljósi þess að þetta fyrirtæki selur hómópatískar vörur, þá ætti maður ekki að þurfa að benda neitt meira. Þó hefur fyrirtækið rænu á einu. En það er skilmálinn: Þetta táknar það að fullyrðingarnar sem Heilsubúðin kemur með eru ósköp hæpnar, þar sem vænn hluti af öllum fullyrðingum þeirra er að byggður á fullyrðingum sem framleiðandinn vill ekki taka ábyrgð á.
Það er með ólíkindum hvað heilsuiðnaðurinn virðist vera óheiðarlegur, kannski ætti að drekkja honum í feitibaði með moggablogginu.
Vinsælir fjölmiðlar létu í veðri vaka að Kan Jang væri nýjasta heilsufarsuppgötvunin og líklega mun öflugri en nokkur önnur jurtablanda í baráttunni gegn hita og flensueinkennum.
Því næst eru vörurnar frá Spunk Jansen sem heita Feminine og Masculine. Þar er notuð planta sem hefur verið notuð, að þeirra sögn, í árþúsundir (nota sem betur fer ekki orðið þúsöld) til þess að meðhöndla vanda í ástalífinu. Þetta er náttúrulega mjög gott dæmi um hefðarrökvillu. Það að hlutur hafi verið lengi notaður táknar ekki að hann virkar, bara það að hann er ekki svo líklegur til þess drepa fólk.
Síðan er nokkuð ljóst að þetta fyrirtæki er ekki heiðarlegt. Það notar nefnilega alræmda brellu úr snyrtivöruiðnaðinum. Tilraunin sem notuð er til þess að sýna fram á að þetta virkar er með mjög litlum hóp einstaklinga (feminine 60 og masculine 85) og hún er ekki tvíblind. Þetta táknar það að ef þú færð lélega niðurstöður, þá er ódýrt að endurtaka niðurstöðurnar og vonast eftir betri útreið. Síðan má ekki gleyma þeirri staðreynd að það er verið að gefa fólki lyf og það er mjög líklegt að confirmation bias og lyfleysuáhrif muni spila sterkt inn í niðurstöður.
Á blaðsíðu þrjú kemur inn ein af bjánalegustu goðsögnum heilsuheimsins, afeitrunin. Auðvitað eru allir hlutir til sölu hjá Heilsuhúsinu. Það er týpískt að sjá það að fólk á að vera fullt af eiturefnum þegar raunin er sú að nýru og lifur höndla þessa hluti alveg. Hérna er eilítil meiri umfjöllun. Það er líka mjög fyndið að sjá hvaða hlutir eiga að vera þess valdandi að þú ættir að fara í hreinsikúr, listinn gildir um vænan hluta af öllu nútíma líferni. Það mætti halda að þetta fólk væri á móti öllu nútíma þjóðfélagi.
Síðan kemur auglýsing frá Puritan's pride, sem er allsérstakt nafn. Í ljósi þess að þetta fyrirtæki selur hómópatískar vörur, þá ætti maður ekki að þurfa að benda neitt meira. Þó hefur fyrirtækið rænu á einu. En það er skilmálinn:
This statement has not been evaluated by the Food and Drug Administration. This product is not intended to diagnose, treat, cure or prevent any disease.
Það er með ólíkindum hvað heilsuiðnaðurinn virðist vera óheiðarlegur, kannski ætti að drekkja honum í feitibaði með moggablogginu.
29.1.2007 | 18:20
Er Ingibjörg Sólrún á móti Samfylkingunni?
Miðað við ræðu hennar þá mætti halda það. Ætli þetta sé tvífari framleiddur fyrir Sjálfstæðiflokkinn og/eða Vinstri-Græn og Ingibjörg sé kefluð í kjallara Valhallar? ;)
Ég efast reyndar um það, hún er kannski bara dugleg við að koma fram með ræður sem er hægt að rangtúlka skemmtilega.
Ég efast reyndar um það, hún er kannski bara dugleg við að koma fram með ræður sem er hægt að rangtúlka skemmtilega.
29.1.2007 | 17:23
Þróunarvinna guðfræðinga
Guðfræðingar Íslands voru mjög duglegir í fyrra í rannsóknum á kristnidóminum. Afraksturinn er náttúrulega Ágústínusarverðlaunin. Þarna eru 10 mestu gullmolar íslenskrar guðfræði árið 2006.
27.1.2007 | 00:22
Ánægja með Kastljósið
Mér kom mjög á óvart umfjöllunin um fótabaðið í fimmtudags-Kastljósinu. Þetta var fremur gagnrýnin umfjöllun, þó kannski jafn hörð og ég hefði reynt að hafa, en mjög góð samt. Ragnhildur stóð sig mjög vel og var ákveðin en kurteis í spurningum sínum.
Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.
P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.
Deginum áður var rætt um stólpípur og notkun þeirra í lækningum af henni Jónínu Ben. Þetta var ágæt umfjöllun þó það var á köflum þar sem ég hló yfir ruglinu. Kemískt lyf !!! Hversu langt leidd ertu í heilsu-cultinu þegar það er einn þeirra hluta sem þú hefur áhyggjur af. Sigmar hefði þó kannski mátt vera hvassari við báða aðila.
P.s.: þetta var ryð og/eða járn hýdroxíð í vatninu og ástæðan fyrir fitubrákinni er vítissódi sem myndast við rafstrauminn. Og ef þið farið í svona og finnið klórlykt, passið ykkur, þetta er klórgas sem er baneitrað og ef þið finnið lyktina þá er byrjað að nálgast hættulegt magn.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)