Hið illa aspartam

Ég vildi bara auglýsa greinina mína um hversu vont aspartam er ekki.

Og megi Moggabloggið sökkva í gervisætuflóði.

Gróðurhúsaáhrif, en það er svo kalt!

Ég hef oft rekist á þessa fullyrðingu. Það er að segja, margur segir að þar sem það er svo kalt þá eru ekki gróðurhúsaáhrif. Þetta er pínu misskilningur.

Það sem gróðurhúsaáhrifin valda því að það er meiri orka í öllum veðurkerfum heimsins. Þetta táknar að það er meiri kraftur í öllu, lægðir komast neðar, hæðir komast ofar. Þetta táknar að það getur orðið kaldara og það getur orðið heitara. Þetta er eins að þú sért að róla og allt í einu gefur allt þitt í það að komast hærra öðru megin en þú ferð líka hátt hinu megin.

Síðan verður áhugavert að sjá hvort að El Nino muni spila eitthvað inn í gróðurhúsaáhrifin.

Óvenjuleg gagnrýni

Hérna er dæmi um óvenjulega gagnrýni á miðla í fréttum. Hvað er óvenjulegt við þetta ? Einfalt, þarna er gagnrýni ekki bara já og amen kór fréttamanna sem lepur upp allt sem heilagan sannleik.

Skemmtiefni um heilsu dreift í öll hús

Ég fékk heim til mín í síðastliðinni viku Heilsufréttir frá Heilsuhúsinu. Litlu munaði að ég hefði fleygt blaðinu út en ég fór allt í einu að hugsa: "Þetta er blað um heilsu og heilsufólkið er venjulega algerlega laust við raunveruleikann." Blaðið hlýtur því að vera skemmtilegt. Það reyndist vera rétt hjá mér.

Þetta blað er fullt af allskonar KJAFTÆÐI !

Á fyrstu opnunni er frétt um að það sé búið að banna herta fitu í New York. Þessi frétt er ósköp vitlaus því það er ekki búið að banna herta fitu, það er hinsvegar búið að takmarka mjög trans-fitusýrur í matvælum. Þessar fitusýrur verða venjulega til við vetnun (e. hydrogenation eða herðing) á ómettuðum fitusýrum. Þetta er skiljanlegur misskilningur en samt ekki rétt farið með staðreyndir. Til þess að mega selja matvæli þarna eftir 1. júlí 2008, þá má ekki vera af trans-fitusýrum en 0.5 grömm í skammti.

Síðan sá ég grein (J Agric Food Chem. 2005 Jul 27;53(15):5982-4.), þar sem er fullyrt í abstract-inum að það sé nokkurn veginn búið að negla niður herðingar-ferli sem býr mjög lítið af þessum trans-fitusýrum. Þá væri komin leið til þess að búa til herta fitu sem væri löglegt að selja í New York.

Og svona að lokum þá er eitt annað, fullhert fita er algerleg lögleg því hún inniheldur 0 grömm af trans-fitusýrum og 0 grömm af cís-fitusýrum.

Síðan er einhver morgunverðaruppskrift, lítur ekki illa út en eins og fylgir uppskriftum í auglýsingabæklingum þá er hún soldið mikið miðuð við vörurnar til sölu og ég er ekki tilbúinn að kaupa vörur frá sölumanninum Udo Erasmus

Síðan er komið með sterka fullyrðingu um tengsl milli lungna og D-vítamíns. Hið rétta er að það fannst fylgni í gögnum frá CDC í Bandaríkjunum. Það er mjög erfitt að fullyrða eitt né neitt um þessar niðurstöður þeirra því að þetta er svokallað data dredge þar sem leitað er að tengslum í stórum gagnasöfnum. Það táknar að þú gætir fundið tengsl þar sem engin eru þar sem það er svo mikið af gögnum. En niðurstöður hjá rannsóknahóp Peter Blacks eru áhugaverðar og það eina rétta í stöðunni er að búa til tilraun þar sem þetta er prófað.

Síðan er jurtasmyrsl, Moa the green. Ég fór á heimasíðuna hjá þeim og reyndi að finna upplýsingar um þetta og fann ekkert nema það að þetta er búið til úr lífrænt ræktuðum plöntum (aðalefnið er valhumall) og sé þar af leiðandi hollt.

Vörurnar frá Organic Days sem hafa vottun frá Soil Association um að þetta sé lífrænt ræktað. Ég fann ekki heimasíðu hjá fyrirtækinu sem staðfestir að þeir noti ekkert skordýraeitur. Í heilsublaðinu er fullyrt að svo sé en það er samt ekki hluti af staðlinum fyrir lífræna ræktun. Ég ætla samt ekki að taka fyrir lífræna ræktun að svo stöddu.

Seinasti liður þessarar blaðsíðu er síðan vatnslosandi birkisafi. Ég fæ alltaf smá kjánahroll þegar ég les um nauðsyn þess að hreinsa út úr líkamanum, þar sem að venjulega er átt við eitthvað rugl eins og að reyna að lækna einhverfu með því að nota EDTA til þess að fjarlægja kvikasilfur (sem virkar að sjálfsögðu ekki). Hérna er hinsvegar bara komið með argumentum ad populum: "eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan"

Ég held að þetta hér sé nóg í bili, það eru samt ófáar blaðsíður eftir af þessum ákaflega sérstaka bæklingi. Og að lokum legg ég til að Moggabloggið verði lagt í eyði því það kann ekki á innslegnar íslenskar gæsalappir.

Hvernig verða orð til ?

Hvernig ákveður fólk að þessi hér hljóðaröð eiga að tilheyra einhverju hugtaki ? Og hvernig er ákveðið hvort orðið lifir eður ei?

Og hver ber ábyrgð á orðskrípinu þúsöld ? Þetta er hugsanlega ljótasta orð tungunnar þökk sé merkingu þess. Það þýðir árþúsund en miðað hvernig íslenskan er uppbygð þá held ég að það fari ekki á milli mála að ef maður vissi ekki að þetta ætti að vera undantekning frá samsettum orðum eins og aldamót þá myndi ég halda að þetta þýddi þúsund aldir eða hundrað þúsund ár. Ég legg til að hver sá sem saurgar málið með þessu orðskrípi verði látinn telja upp að googol

Dugsemin uppmáluð

Gaman að því að eftir allan þennan tíma, þá er bara komin ein breytingartillaga. Samt er ekki komið með þá tillögu sem ég vil sjá, þ.e. fella út hina ógeðfellda 62. grein.
mbl.is Tillaga um að kosið verði um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir skreyta sig ímynduðum skrautfjöðrum

Stuðningsmenn Frjálslynda flokksins eiga það til að sveipa um sig fullyrðingum eins og koma fyrir hér " Því til viðbótar hafa þeir rætt mál sem brenna á þjóðinni svo sem málefni innflytjenda sem allir aðrir stjórnmálaflokkar hafa skirrst við að ræða hingað til" Af hverju er fólk svona ótrúlega blint á raunveruleikann? Hinir flokkarnir hafa tekið fyrir þessi mál, en þar sem það var gert málefnalega þá var það í raun ekki fréttnæmt því að samstaða er ekki svo skemmtileg í fréttum.

Til þess að sanna mál mitt þá fór ég á vef Alþingis og leitaði að orðinu innflytjendur í fundaskjölum síðustu tveggja löggjafaþingja. Ekki þurfti ég að líða skort á umfjöllun. Ef við skoðum dagsetningarnar þá sést að umfjöllun um innflytjendamál sem fór á fullt eftir grein eftir Jón Magnússon og þó sérstaklega eftir viðtal við hann í Silfri Egils 4. nóvember og umræður í kjölfarið þar sem fór mikið fyrir Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Skoðum núna þingmálin:
5. október 2006: Þingsályktunartillaga um heildarstefnumótun í málefnum útlendinga og innflytjenda. Mér sýnist allur þingflokkur Samfylkingarinnar skrifa undir. Það er leitt að þessi tillaga komst ekki í fréttirnar á undan málflutningi Frjálslyndra því að þetta er mjög málefnalegt skjal sem hefði hafið umræðuna á mun skynsamlegri nótum heldur en dylgjur um að múslimar geti aldrei aðlagast okkur (halló, erum við ekki öll manneskjur ?).
22. febrúar 2006: Utan dagskrárumræða um stöðu útlendinga hér á landi. Málshefjandi er Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki og þeir þingmenn sem taka til máls eru úr öllum flokkum. Það er meira að segja skemmtilegt að sjá að félagsmálaráðherra þakkar málshefjanda fyrir %u201Eað taka hér upp á Alþingi þessa tímabæru umræðu um innflytjendamál%u201C. 14. apríl 2005: Utan dagskrárumræða um kynþátttafordóma og aðgerðir gegn þeim. Málshefjandi er Björgvin G. Sigurðsson, aðilar úr öllum flokkum tjá sig. Kynþáttafordómar eru náttúrlega angi af fordómum gegn innflytjendum, þ.e. ótti við hið óþekkta. Ræða Péturs Blöndals er sérlega góð og líka mjög hnitmiðuð.

Þetta eru samt bara mál sem ég gat fundið á augnabliki á vef þingsins. Síðan gleymist líka að það var komið í gang stofnun stjórnmálaflokks nýrra íslendinga, The New Icelanders Party. Bara það að þreifingarnar hafi verið í komnar í gang og komnar í fjölmiðla er ekki neitt lítið mál nema þá að alllt þetta teljist ekki með vegna þess að allir þessir aðilar voru með opna arma fyrir þá sem ekki voru eins og við hin.

En eru ekki nú þegar skólagjöld ?

Ég sem hélt að ég hefði þurft að borga skólagjöld þegar ég skráði mig í háskólann. Bara ekki kallað réttu nafni heldur innritunargjöld..

En hugmyndir Björgvins um að ekki borga fyrir grunnnámið en kannski fyrir framhaldsnámið er ekki nógu sniðugar. Það er ekki eins og það sé ekki nógu erfitt að fá fólk til framhaldsnáms hér á landi. Það að byrja að rukka fólkið sem er bakbeinið í rannsóknum háskólans fyrir að rannsaka er ekki sniðugt. Sérstaklega þegar reglan erlendis (allaveganna í þeim greinum sem ég hef kynnt mér) er þú borgar ekki og færð laun (þó stundum er kennsluskylda).

En ætli SUS álykti og óski Björgvin til hamingju með að vera nálgast þau í skoðunum ?
mbl.is Ungir jafnaðarmenn gagnrýna þingmann flokksins um skólagjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir forvitna

Þessi hér frétt er ágæt, tekur allt ágætlega fyrir, en tekur t.d. ekki fyrir af hverju það eru talin vera tengsl á milli misnotkunar og framtíðarheilsubresta. Þar sem ég var forvitinn og fann meiri upplýsingar þá vilja kannski einhverjir aðrir forvitnir skoða líka.
mbl.is Börn sem eru misnotuð eru líklegri til að þjást af heilsuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjúklingar sem lækna krabbamein

Vísindamenn halda alltaf áfram að reyna að bæta heiminn. Núna er búið að ná að erfðabreyta kjúklinga til þess að eggin innihalda auka prótín sem hægt að nota til þess að búa til krabbameinslyf. Þetta lofar sem stendur mjög góðu en með þessu væri hægt að búa til lyf sem reynst hefur mjög erfitt að framleiða í miklu magni. Ætli fólkið sem er á móti erfðabreytingum muni verða á móti þessu hér líka ?

Fréttin um málið á BBC

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband