Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Þangað borga ég

Í þennan góða sjóð borga ég trúleysisskattinn minn. Sem eru tæpar 9 þúsund krónur á ári. Þannig að Vantrú er með leiðréttingarstarfi sínu að gefa Háskólasjóði tæpar þrjár milljónir á ári !

Lag færslunnar:Llorando með Rebekah Del Rio, þetta er lag úr myndinni Mulholland Drive. Gífurlega falleg a capella útgáfa af lagi Orbison, Crying.
mbl.is Fjórtán doktorsnemar hljóta styrki úr Háskólasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri!

Hversu langt ætli líði þar til fólk mun byrja að tala um það að niðurstöðurnar séu keyptar af lyfjaframleiðendum og þetta sé samsæri til þess að selja fólki lyfi ;)
mbl.is Lagt til að konur yfir 65 ára aldri taki aspirín gegn hjartveiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snillingar

Það er merkilegt hvað tilgangurinn helgar meðalið hjá sumum. Í stað þess að reyna fyrir sér á vettvangi stjórnmála þá er farið og gert eitthvað sem veldur því að baráttan verður ennþá erfiðari. Ég er hinsvegar að pæla, hvenær verður þetta flokkað sem hryðjuverk, því þetta er ekki langt frá því, bara minna ofbeldi.

Djöfull hefur hinsvegar óþægilegt að vera á skipinu þegar búið er að fleygja smörsýru yfir það.
mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd réðust á japanskt hvalveiðiskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðir í lækningum

Ég mæli með þessarri hér grein (eftir mig) þar sem hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar eru tæklaðar.

Sköpunin og raunveruleikinn

Það er ekki gaman að fréttum eins og þessari hér. Í hinni svokölluðu vöggu mannkynsin, Kenýa, er byrjað verða vart við mikla veruleikafirringu. Þetta er sköpunartrúin, nánar tiltekið höfnun á einhverri af sterkustu vísindakenningum samtímans, þróunarkenningin. Í þessu tilviki er verið að tala um kristna evangelíska bókstafstrú (ekki ósvipað bandarískum predikurum eins og Ted Haggard).

Það er óneitanlega dapurlegt að það þurfi sérstaka öryggisgæslu til þess að vernda steingervinga forvera mannkynsins.

Gróðurhúsa(ó)vísindi

Ég sem hélt að vísindamenn ættu að vera mun dýrari en 700 þúsund krónur. En það er upphæðin sem er boðin í staðinn fyrir að skrifa grein þar sem þú efast um gróðurhúsaáhrifin (bara fyrir vísindamenn;) ). Því fleiri greinar sem eru í efast-staflanum á borðum pólitíkusa, því líklegra er að þeir bregðist ekki við gróðurhúsaáhrifunum.

Þetta er náttúrulega í viðbót við þá staðreynd að bandarískt stjórnvöld (reyndar eiginlega bara Hvíta Húsið) hafa verið að reyna að stoppa vísindagreinar hjá NASA og fleiri stofnunum. Dæmi er náttúrulega James Hansen sem er ritskoðaður af stjórnvöldum.

Ímyndið ykkur samt það að reyna að skrifa greinar um heimsfræði (cosmology) þar sem yfirmaður þinn (settur í embætti af stjórnvöldum) myndi banna þér að skrifa orðið Miklihvellur vegna þess að hann er hallur undir ung-jarðar sköpunartrú. Ætli útkoman yrði ekki svipuð ?

Heilsufaraldurinn

Ímyndið ykkur, hvað ef heilsuboðskapurinn sem við rekumst á í fjölmiðlum á næstum því hverjum degi væri skaðlegur og í þokkabót rangur!

Erum við viss um það að við séum ekki það miklar hópsálir að við nýtum öll tækifæri til þess að gera grín að þeim sem eru yfir kjörþyngd? Erum við með fordóma? Gætu þessir fordómar valdið fólki fjörtjóni? Gætu einhverjir orðið í vegi fyrir skothríðinni?

Eitt er víst, sama hvað við gerum, við þurfum að hafa skynsemi í lagi en framar öllu, efasemdir.

Náttúrulegt er ekki aukaverkanalaust

Þetta hér er gífurlega áhugaverður pistill um hvaða áhrif lofnarblóm (e. lavender) og te trjáa olía (e. tea tree oil) geta haft á stráka. Þessi efni sem fyrirfinnast iðulega í sjampóum og fullt af hreinlætisvörum, geta haft þau áhrif að estrógen myndun eykst og androgen minnki, þannig að strákar geta fengið brjóst.

Ég þori næstum því að fullyrða að á næstu árum muni koma vörur sem muni segja að þær geti aukið brjóstastærð kvenna með þessum efnum.

Særum börnin

Eru blóðsútlát, fordómar og nauðganir góð fordæmi fyrir börn ?

Ef þér finnst það þá ertu á sama blaði og þessi maður hér. Hann vill nefnilega að hefðir í sumum málum eigi að skipta meira máli heldur en réttlæti. Hann er í þokkabót skólastjóri.

Nokkrir punktar:
Hún [sálgæslan] er framlenging á þeirri stoðþjónustu sem kirkjan hefur boðið sínum sóknarbörnum og er okkur mjög mikilvæg. Hún er það hlusta á og hlúa að tilfinningum, en ekki trúboð
Þessi þjónusta á þá heima í kirkjum. Ef prestarnir standa sig það illa að það þurfi að ráða aukastarfsmenn til þess að sinna þeirra störfum, rekum þá. Og hvernig í fjandanum er hægt að vera algerlega blindur á þá staðreynd að vænn hluti þessara barna er ekki kristinn, því börn hafa ekki almennt séð ekki mikla getu þegar þau eru yngri til þess að verjast trúaráróðri.

Að mati Sveinbjörns er það misskilningur að sálgæsla eigi að vera í höndum sálfræðinga því hún snúist um að rækta gildi og læra af mistökum
óókeeeeiii. Hvað var hann að reykja ?

Einnig hafi Gídeonfélagið gefið Nýja testamentið um áraraðir.
Það að Gídeonfélagið sé búið að gefa þetta um áraraðir táknar ekki að það eigi halda áfram. Heimsendaspádómar og forlagatrú á ekki heima í kennslustofu. Síðan er merkilegt að það sé verið að leyfa samtökum sem ekki líta jafn á karla og konur inn í grunnskólanna. Væri KKK hleypt inn ?

Aðspurður vill Sveinbjörn þó ekki að Kóraninum verði dreift í skólanum. "Það byggist á því að ég þekki ekki og hef ekki kynnt mér með sama hætti Múhameðstrú. Það þýðir ekki að ég treysti þeim ekki, en hér erum við auðvitað með áttatíu prósent nemenda sem tilheyra Þjóðkirkjunni."
Það er alveg greinilegt að hann hefur ekki kynnt sér þessi trúarbrögð, því hann veit ekki einu sinni hvað þau heita. Þau heita Íslam. Það að kalla þetta Múhameðstrú væri nákvæmlega eins og að kalla kristni, Matteusartrú.

P.s. þessi færsla var skrifuð í reiðum pirringi.

Miðill = svikahrappur ?

Ég mæli með þessarri hér grein um besta miðil Íslands Maríu Sigurðardóttir. Hún María virðist ekki virðist samt ekki vera ógurlega góð.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband